föstudagur, janúar 21, 2005

Bloggen Sie bitte!
Nú er bíó-, sjónvarps- og vídjógláp mitt farið út fyrir allan þjófabálk. Það viðurkenni ég fúslega í votta viðurvist. Er það slæmt? Já. Ætla ég að hætta, eða a.m.k. minnka áhorfið? Nei. Finnst mér gaman að svara mínum eigin spurningum? Klárlega...

RingRingRingRingRingRingRingRing Bananaphone!
Ég festi kaup á nýjum farsíma á þriðjudaginn og er húrrandi hamingjusöm yfir því. Stykkið er SonyEricsson K700i og venst bara vel. Reyndar eru þumlarnir mínir svona þrem númerum of stórir miðað við optimum þumlastærð við SMS-gerð, því takkarnir eru svo litlir og þétt saman. En ég pikka þetta bara með vísifingri ;). Ástæðan fyrir þessum kaupum mínum er sú að gamli síminn minn (Nokia 6110 sem orðinn var 5 1/2 árs) gafst upp eftir gífurlega baráttu við skjáflensu nokkra, sem tók sér bólstað í honum. Ég sakna hans þrátt fyrir nýja símann.

Gleðigleðigaman
Katrín kemur líka til Köben! Reyndar verður hún bara yfir helgi en þetta verður all svakalegt engu að síður!

sunnudagur, janúar 16, 2005

What a wonderful world...
Ég hef verið að reyna að kaupa mér nýjan síma í tvær og hálfa viku. Ástæðan fyrir því er sú að síminn sem ég vil er uppseldur og ný sending af honum er á leiðinni frá Svíþjóð, og sú kemur vonandi fljótlega. Ég er nú þegar búin að fara þó nokkrar fýluferðir til Gumma frænda í Símabúðinni í Kringlunni og fór í enn eina slíka á síðastliðinn föstudag. Þar sem ég geng inn upp rampinn hjá "Ævintýraveröldinni" (frekar súr vegna verkefnaskila og símaleysis) þá kemur manneskja hlaupandi fyrir hornið og á mig. Ég gerði mig líklega til að blasta aumingja manneskjuna fyrir að rekast á hæstvirta mig en sleppti því þegar ég sá hver þetta var.
Rauðar fléttur sem standa út í loftið.
Nóg af freknum á nefinu.
Stuttur blár kjóll.
Mislitir háir sokkar með sokkaböndum.
Já, það er rétt. LÍNA LANGSOKKUR hljóp mig niður. Ég sá það auðvitað í hendi mér að í veröld, þar sem maður rekst (bókstaflega) á Línu Langsokk á harðaspretti í Kringlunni, þar er gott að búa. Ég steinhætti við að vera súr og sagði sem satt var við Línu: "You made my day!"

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!
Árið tvöþúsundogfjögur var að mestu leyti gott ár. En eins og alltaf var að sjálfsögðu dálítill rússíbani þar sem gleði og sorg skiptist á. En þannig er lífið bara. Ég held samt að ég hafi komið út í plús að mestu leyti þessi áramótin og er það að mestu honum Gumma litla uppáhaldsfrænda að þakka. Og það bara fyrir að vera til!

Klippi-kvendið
Fann mér nýja klippikonu áðan. Frasinn -Another one bites the dust- á vel við í þessu tilfelli þar sem að flestar vinkonur mínar eru einnig klipptar af þessari sömu dömu (sniðugt, ha?!). Mér sýnist á öllu að hún sé almennt að gera góða hluti og þrátt fyrir þó nokkra óánægju í fyrstu ætlar þetta bara að verða að geðveikri VIÐRÁÐANLEGRI klippingu. Og það gerist sko ekki á hverjum degi á þessum bæ.
Dagbjört: Ég redda þér mynd á morgun ;)!

Svampur Sveinsson
Vá, hvað ég ætla að sjá Sponge-Bob Squarepants the movie. Var að sjá trailerinn áðan og sé hálf eftir því. Ég missti af því að skrækja af óvæntri ánægju í bíó og gerði það í staðinn heima hjá mér. Sem er ekki nándar nærri því eins gaman. Viva la Hoff!