miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Oooooo...
Ég gæti grátið. Ég var búin að einsetja mér að nú skyldi ég vera dugleg að blogga, en það hefur aldeilis ekki gengið eftir. Ég veit hreinlega ekki af hverju ég á svona erfitt með þetta, það er ekki eins og það sé eitthvað flókið að opna blogger og drita niður nokkrum línum um ekki neitt. Ætli ég lofi ekki öllu góðu sem fyrr, með fingur í kross fyrir aftan bak?

Ef líf mitt væri bíómynd, með tilheyrandi tónlist...
Sá þetta hjá Atla Viðari og geng skrefi lengra í steleríi en hann: Ég stel ekki bara hugmyndinni, heldur snilldarlegu þýðingunni hans líka. Versgú:


IF YOUR LIFE WAS A MOVIE, WHAT WOULD THE SOUNDTRACK BE?
(Viltu vinur minn vita, ef líf þitt kvikmynd væri, hvurskyns músík hún bæri?)
So, here's how it works:
(Soddan virkar havaríið )
1. Open your library (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)
(Opn þinn tónsarp (iTóna, alvöru pc mp3spilara, drasl mp3 spilara, iBú, o.s.frv)
2. Put it on shuffle
(Lát á vanröðun)
3. Press play
(Þrýst á leika)
4. For every question, type the song that's playing
(Sérhverri spurningu skal fylgja það lag sem leikið er á þeim tíma)
5. When you go to a new question, press the next button
(Þegar næsta spurning er tækluð, þrýstu á "Næsta" hnappinn)
6. Don't lie and try to pretend you're cool...
(Berðu ekki ljúgvitni um eiginn nördaskap).

Og hér er svo afraksturinn úr mínum "tónsarpi":

Opnunartitlar: Boomboomboom - Vengaboys (ja, kúl faktorinn er strax floginn út í buskann...)

Við uppvakningu: Real love - David Gray (vakna þó afslöppuð...)

Fyrsti skóladagurinn: Little Respect - Erasure (Bryndís er greinilega með í þessum skóla...)

Verða ástfanginn: Only this moment - Röyksopp (geeeðveikt, ef Lindsay Lohan hefði ekki orðið á undan mér. Damn you Salazar!)

Slagsmálalagið: It's over - the Beta Band (Gamalmenni í hjólastólum í slag? Í orðabókinni undir rólegasti slagur í heimi? Möguleikarnir eru endalausir!)

Sambandsslit: Comfortably numb - Pink Floyd (Heldur betur fullkomið...)

Prom: What is love - Haddaway (þetta lag var samið til að dansa við í ljótum kjólum...)

Daglegt líf: Lately - Skunk Anansie (Hmmm...)

Við andlegt áfall: My oh my - David Gray (Gæti virkað...)

Keyra í bíl atriðið: Tribute - Tenacious D (klassa road-trip lag...)

Flassbakk: We're not here - Mogwai (fortíð mín er greinilega dálítið "dark and twisty"...)

Ná saman á ný við kærastann: Crooked Teeth - Death Cab for Cutie (Öfugmælavísur, einhver?)

Brullaup: Final Countdown - Europe (Ja, kannski ekki beint það sem ég hafði séð fyrir mér. Hverjum er ég eiginlega að giftast? Eyrúnu "þetta er BESTA lag í heimi!" Gestsdóttur?)

Barnsfæðing: Litaður - Hárið (Uuuuuu, ókei...)

Lokabardaginn: Murr Murr - Mugison (Voðalega slappir bardagar í þessari mynd, sé mig samt fyrir mér með katana í svona Face off slómó-stíl svo það gæti virkað...)

Dauðasena: Hope there's someone - Antony & the Johnsons (vá, ég fæ bara hroll...)

Jarðarfaralag: Untitled - Blonde Redhead (smellpassar...)

Lokatitlar: Í guðs friði - KK (Gæti ekki verið betra: Í endinum upphafið býr...)

Jæja, þetta byrjaði slappt en rétti svo heldur betur úr kútnum í endann. Kemur mér samt á óvart að flytjendur á borð við Hasselhoff hafi ekkert látið í sér heyra en Vengaboys sjá þá bara um kjánahrollinn í þetta skiptið ;)!

Extreme Tracker...
Ég sá einhvern tímann á blogginu hennar Unu hvernig maður sér hverjir koma inn á síðuna manns og hvaðan þeir koma. Þar sér maður líka hvaða leitir á Google leiðir fólk á síðuna. Hér kemur topp 5 af listanum fyrir mína síðu:
1. Þjóðhátíð 2005 myndaalbúm (ég hef aldrei á þjóðhátíð komið, hvað þá tekið myndir þar)
2. Flassa myndir (alveg eðlilegt)
3. Daybright (ef þú þarft að leita að Dagbjörtu á Google þá ertu ekki kúl)
4. Stelpur í fimleikabolum (ókei, a) krípí og b) ég þekki engar slíkar til að skrifa um)
5. Atli Viðar á ferðalagi (Spes leit)

Kristínin...



Vel við hæfi samkvæmt Extreme Tracker...