miðvikudagur, október 08, 2008

Kreppuhúmor...
Ég hló næstum því upphátt í lessalnum í skólanum við að lesa frétt um ferð Hjaltalín(s?) til London. Þar mælti Sigríður Thorlacius, söngkona sveitarinnar:

„Viktor ætlar að taka með bollasúpu, svo við verðum með bæði bollasúpur og samlokur. Verst að við getum ekki tekið með okkur vatn í flugið. Nú dugar ekkert annað en að vera með nesti og hlýja skó. Allavega ekki nýja skó. Það hefur enginn efni á nýjum skóm."

Það er sko ókeypis að hlægja, sjáðu til.


Hlýir skór

föstudagur, september 26, 2008

Bloggþörfin...
...kom mér á óvart rétt í þessu. Skyndilega þurfti ég bara að skella nokkrum orðum inn og tjá mig eitthvað á veraldarvefnum. Þetta mætti nú alveg gerast oftar. Verra er að komið var að sækja mig í miðjum klíðum svo þetta er opinberlega í fyrsta skipti sem ég blogga á ferð í bíl :). Stór stund í lífi allra bloggara.

Aðalástæðan fyrir þessu bloggi er samt eftirfarandi linkur: McDonalds kemur ekki á óvart. Ef þú getur farið á McDonalds eftir að hafa lesið þessa grein þá ertu eitthvað mis.

þriðjudagur, júlí 15, 2008

Að heiman...
Engin ferðasaga enn, en tilkynning um frekari ferðalög í staðinn :). Ég er nefnilega að leggja í ferð um fagra Ísland á morgun. Með í för verður Ásgerður og gríðarstóra tjaldið hennar. Þetta verður megastuð því hvorug okkar hefur farið hringinn í fjöldamörg ár. Auk þess förum við í heimsókn til Ceciliu og ef heppnin er með mér hitti ég fleira skemmtilegt fólk á leiðinni. Hafið það gott í bænum, útlandi eða hvar sem þið haldið ykkur. Sé ykkur ekki fyrr en 25. ágúst :)!

laugardagur, júní 21, 2008

Heima...
Það er gott að vera komin heim. Þrátt fyrir að ég hafi einungis verið í Philly í eina viku var ég alveg búin á því þegar flugvélin lenti í gærmorgun. Allt skipulagið og stressið í kringum brúðkaupið hefur eflaust átt sinn þátt í því. Þetta var svakalega skemmtileg upplifun og vonandi get ég gefið sjálfri mér nógu gott spark í rassinn á næstu dögum til að segja nánar frá ferðinni á þessari síðu. Þar sem ég gat ekki tekið myndir sjálf í athöfninni, og var mest að pæla í að taka video á nýju kameruna mína út ferðina, verð ég víst að leita annarra leiða til að redda myndum af brúðhjónunum og svo okkur Björgu í kjólunum alræmdu. Þær finnast eflaust en það tekur bara lengri tíma :).

Og já, ég er formlega orðin Kristín Guðmundsdóttir B.A. eins og stendur á umslaginu sem geymir nýprentaða skírteinið mitt úr HÍ. Varð líka kvartaldargömul í vikunni. Stór mánuður hjá mér og mínum. Ef þú ert svo heppin/n að vera vinur/vinkona mín máttu eiga von á boðskorti í eitthvað húllumhæ. Ef þú telur þig eiga slíkt boðskort inni en færð það ekki sent máttu láta mig vita, ég er nefnilega ennþá utan við mig eftir ferðina og þjáist einnig af þotuþreytu (mjög skemmtilegt orð sem ég legg mig í líma við að nota).


Þegar ég gúglaði Háskóli Íslands, BA kom þessi mynd upp. Mikið fyndn.

fimmtudagur, maí 22, 2008

Húrra! Húrra! Húrra!
Klukkan 15:05 í dag, 22. maí árið 2008 skilaði ég BA-ritgerðinni minni í ensku við Hí. Það leið næstum því yfir mig af feginleik þegar ég skutlaði henni í hólf leiðbeinandans. Nú þarf ég ekkert að hugsa um hana meir...þ.e.a.s. þangað til einkunnin kemur í hús ;)! Ég veit reyndar ekki hvenær það verður...
Þegar ég er búin að jafna mig á þessu margra vikna ritgerðar-stressi kemur ferðasagan frá London beinustu leið hingað inn. Endilega bíðið spennt.

Með lingóið á hreinu...
MSN-samtal við föður minn, 57 ára. Umræðuefnið er áðurnefnd skil á BA-ritgerð:

Gudmundur Ingi says:
okkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkeiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii til lukku í krukkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkku
Kristín - bloggar á ný says:
taaaaaaakkkkkk
Kristín - bloggar á ný says:
steik
Gudmundur Ingi says:
hvað er í steik?
Kristín - bloggar á ný says:
þú ert steik. Þú ert steiktur, þeas heilinn á þér er steiktur og þess vegna ertu svona klikk.
Gudmundur Ingi says:
þú ert leim

Hann klikkar ekki á smáatriðunum!

fimmtudagur, maí 01, 2008

LOLcats
Í prófum eða verkefnaskilum virðist það alltaf hittast þannig á að maður finnur sér eitthvað nýtt og spennandi internetdæmi til að eyða dýrmætum tíma sínum. Í þetta skiptið uppgötvaði ég LOLcats, sem ég hafði rekist á áður en ekki vitað hvað var. LOLcats er þegar maður tekur mynd, sérstaklega af dýrum, og skrifar texta á hana með vitlausri ensku. Textinn verður að vera hvítur með svörtum útlínum og enskan verður að vera rétt vitlaus. Hljómar furðulega en er alveg óendanlega fyndið. Tjékkaðu á ICHC og skemmtu þér vel.


humorous pictures
Svo fyndið


þriðjudagur, apríl 22, 2008

Don't talk back to Darth Vader, he'll getcha...
Svona fer þá fyrir börnum nörda. Kannski ætti ég bara að hætta við barneignir strax í dag :).