laugardagur, desember 17, 2005

Ertu geim?
Nú tröllríður þessi spurningalisti flestum bloggsíðum sem ég hef farið á. Ég hef fengið svör um mig hjá Dagbjörtu, Eyrúnu og Atla Viðari. Á síðu þess síðastnefnda er sagt að maður verði að setja listann upp á sinni eigin síðu og ekki get ég skorast undan því.

Kommentaðu í kommentakerfið og:
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð/matur minnir mig á þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér eða þá eftirminnilegustu
5. Ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt fyrir mér lengi um þig
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt

Hvernig er það...
Á ekkert að taka eftir breytingunum á blogginu? Mig langar alveg að vita hvernig þér finnst beinin mín koma út ;)!

mánudagur, desember 05, 2005

...

Ég er bara orðlaus. Horfðu og hlæðu að þessu. Tónlist er algjört möst!

Edit: Það virðist bera búið að taka þetta niður á mínum link. Prófið þennan hérna.

föstudagur, desember 02, 2005

Er klukkan orðin jæja?
Það gerist stundum að ég hef frá svo miklu að segja að ég kem því ekki frá mér. Ég hef sest niður níu sinnum staðráðin í því að koma ferðasögunni og öðru 'niður á blað' en allt kom fyrir ekki. Bloggstíflan herjaði á mig og virtist ekkert ætla að láta undan. En viti menn! Upplestrarfríið kom mér til bjargar líkt og riddarinn á hvíta hestinum. Því hvað gerir maður ekki frekar en að læra fyrir próf?

America: Fuck yeah!
Við Bryndís lögðum af stað þann 10. nóvember síðast liðinn í heimsókn til pabba hennar í Kanalandi. Flugferðin með flugvélinni Bryndísi var leiðinleg, löng, heit og ókyrr en Charlie & the Chocolate Factory kom okkur til bjargar. Hvað er málið með að hafa ekki nóg af drykkjum til staðar í flugvél? Það er ekki eins og maður geti bara skroppið út í sjoppu og keypt sér vatn á miðri leið. Róbert tók á móti okkur og eftir að hafa borðað á Piccadilly pub þar sem "the Piccadilly gift card is the right'pic'!" (physically painful) fórum við að sofa. Það sem gerðist næstu daga er hægt að segja í örfáum orðum: kapítalisminn í sínu æðsta formi. Já, það var keypt, keypt og keypt. Í mínum töskum á leiðinni heim var t.d.= ný myndavél :), kærleiksbjörn(af því ég er 5 ára), föt fyrir næstu árin og fallegasti kjóll í geimi. Auk annars góðgætis. Róbert eldaði fyrir okkur eitt kvöldið og það var einhver besti matur sem ég hef borðað. Filet mignoin (sp?), bakaðar kartöflur og Ranch dressing. Namminamminamm. Og ekki má gleyma elsku Walmart, Best buy og BigY sem að sjálfsögðu voru heimsótt. Einhverjir strákar hlógu að mér þegar ég faðmaði hillur í BigY. Ég þyki greinilega eðlileg í Ameríku...

Viltu sjá læknamistök?
Reyndar er ekkert um læknamistök að ræða. Meira bara lýsandi dæmi um líf mitt almennt og hversu gasalega heppin ég er alltaf ;). Fyrir þá sem ekki vita þá fékk ég nýtt gigtarlyf í sumar. Lyf sem er gefið í æð á átta vikna fresti. Það virkaði svona líka ljómandi vel eins og ég hef áður lýst, t.d. gekk ég á Helgafell í Mosfellsdalnum í sumar sem var mikið afrek. En að kjarna málsins: Í síðustu lyfjagjöf fékk ég bráðaofnæmi fyrir lyfinu góða og má því ekki fá það meir. Enda finnst mér gott að geta andað og kæri mig ekkert um lyf sem lokar á mér öndunarveginum (sástu House í gær? hrollur, hrollur) :). En ekki er öll nótt úti enn, bráðum fæ ég nýtt lyf sem verður bara miklu, miklu betra (krossa putta og allar tær). Er það ekki bara málið?

Girls on film...
Nánar um nýja barnið mitt: Hún heitir Canon eos 350D og er bjútífúl. Það er svo mikið af fítusum í henni að ég er ekki hálfnuð með að læra á þá alla. Ég skemmti mér konunglega við að taka myndir af mismygluðu fólki í kringum mig.


bjútífúl


Tónlistin...
Hljómsveitin er ennþá Death cab for cutie enda eðalband þar á ferð. Platan er Transatlantism sem er fyrri plata þeirra. Ég get ekki gert upp á milli Plans og Transatlantism, þær eru báðar svo góðar. Lagið What Sarah said er af plötunni Plans. Ég veit ekki hvað það er við það sem mér líkar svona vel. Hvað sem það er þá er þetta uppáhalds lagið í dag:

What Sarah said
And it came to me then that every plan
is a tiny prayer to Father time
As I stared at my shoes in the ICU
that reeked of piss and 409
And I rationed my breaths 'cause I said to myself
that I'd already taken too much today
As each descending peak on the LCD
took you a little farther away from me

Amongst the vending machines and the year-old magazines
in a place where we only say goodbye
It stung like a violent wind that our memories depend
on a faulty camera in our minds
But I knew that you were a truth I would rather lose
than to have never lain beside at all
And I looked around at all the eyes on the ground
as the TV entertained itself

'Cause there's no comfort in the waiting room
Just nervous pacers bracing for bad news
Then the nurse comes round
and everyone lifts their heads
But I'm thinking of what Sarah said:
"Love is watching someone die."

So who's gonna watch you die?