miðvikudagur, apríl 30, 2003

Sumar?
Ég sem hélt að sumarið (eða að minnsta kosti vorið) væri loksins komið! En nei, ég lít út um gluggann og sé að það snjóar og snjóar. Svona má ekki gera!

Snillingur!
Sem ég var að vafra um netið, lendi ég inni á tribute-síðu um Daler Mehndi. Það eru meðal annars mp3 með þremur lögum og eitthvað Realplayer dót sem ég kíkti ekkert á. En þessi gaur er snillingur. Sérstaklega Tunak Tunak tun. Þvílíkt rugluð tónlist ;) !

þriðjudagur, apríl 29, 2003

Saga
Söguprófið er yfirstaðið, Guði sé lof! Ég hef ALDREI verið jafnstressuð á ævi minni og fyrir þetta próf. En þetta hafðist og nú þarf ekki að spekúlera meira í því :)! Þýskan er næst en verður það nokkuð mál? :0)

Sumarið er komið
Peachy keen! er komin í sumarbúninginn. En sama hvað ég reyndi, þá gat ég ekki breytt archive bakgrunninum í dökkgráan #333333. Ef einhver getur hjálpað þá endilega gerið það!

Ástandið í heiminum í dag



Þessi mynd segir flest sem segja þarf.

laugardagur, apríl 26, 2003

Weatherpixie
Veðurdísin hefur fengið nýtt útlit. Gamla útlitið fór gífurlega í taugarnar á mér. Allt of lík Bratz dúkkunum sem tröllríða leikfangamarkaðnum um þessar mundir. Þeir sem ekki vita hvað Bratz dúkkur eru ættu að þakka æðri máttarvöldum fyrir það. Ég fæ bara hroll.

Íslenskur stíll
Var bara ekki að gera sig. Ömurlegri efni hef ég aldrei fyrr séð og mun vonandi aldrei sjá aftur. Þetta var allt stílað á sömu týpuna en ekki úr öllum áttum eins og venjulega.

Jæja...

marquis
You are the Marquis Da Sade. Even stripped of
exaggerations, Your real life was as dramatic
and as tragic as a cautionary tale. Born to an
ancient and noble house, you were married
(against your wishes) to a middle-class heiress
for money, caused scandals with prostitutes and
with your sister-in-law, thus enraging your
mother-in-law, who had you imprisoned under a
lettre de cachet for 14 years until the
Revolution freed you. Amphibian, protean,
charming, you became a Revolutionary,
miraculously escaping the guillotine during the
Terror, only to be arrested later for
publishing your erotic novels. You spent your
final 12 years in the insane asylum at
Charenton, where you caused another scandal by
directing plays using inmates and professional
actors. You died there in 1814, virtually in
the arms of your teenage mistress.
You are a revolutionary deviant. I applaud you.


Which Imfamous criminal are you?
brought to you by Quizilla

..þá veit ég það!

Tónlist
Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því hvað tónlistarsmekkur minn er furðulegur. Bara svona að láta vita.

föstudagur, apríl 25, 2003

Kórtónleikarnir blíva!
Tónleikar MR-kórsins tókust gífurlega vel. Meira að segja skrýtnasta verk sem við höfum nokkurn tíma flutt fékk góðar viðtökur. Einn skeggjaður herramaður á fremsta bekk kallaði oft bravó þegar lögum lauk. Smá egóbúst! Jón Ásgeirsson sat uppi á svölunum og gagnrýndi. Honum virtist líka vel, því ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að hann hafi klappað á handriðið þó nokkrum sinnum.


Íslensk fræði
Prófi í íslenskum fræðum er lokið. Núna á eftir tekur íslenskur stíll við. Fjögurra tíma ritgerðarskrif. Ég vona bara að eitt efnið verði eitthvað voða væmið og þægilegt eins og t.d. "Árin í MR" efnið á prófinu í fyrra. Á svoleiðis brillera ég með tárin í augunum (*sniff, sniff*). Þegar að kemur að efnum um stjórnmál stend ég hins vegar alltaf á gati. Ég væri vís til að fara út í eitthvað skítkast um ákveðna lygalaupa og annað leiðinlegt fólk. En hvað um það, væmni it is.


Gleðilegt sumar!
Þetta blogg hefði náttúrulega átt að líta dagsins ljós í gær, sumardaginn fyrsta. Gleðilegt og sólríkt sumar engu að síður! Ég er alla veganna alveg tilbúin fyrir sumarið. Dressið mitt fyrir íslenskan stíl er nefnilega bleikur stuttermabolur, gallapils og Tevur. Reyndar fylgir flíspeysan með því ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ég bý á Íslandi.

mánudagur, apríl 21, 2003

Páskaegg enn og aftur
Eggið mitt var skuggalega gott. Um þrjúleytið ákvað ég reyndar að fá mér ekki meira af því. Ég hafði nefnilega tekið eftir því að ég gat ekki með nokkru móti setið kyrr. Sykuroverload? Held ekki!

Commentakerfið
...virðist hafa náð sér. Þökkum hinum almáttuga hátækniguði fyrir það.

Próflestur
...er í fullum gangi á þessum bæ. Það er ekki nóg með að ég sé á leið í stúdenstpróf, heldur er hún litla systir á leið í samræmd próf líka. Orðið 'próf' liggur eins og mara yfir heimilinu og ó-próftakar neyðast til þess að hafa sig hæga.

laugardagur, apríl 19, 2003

Commentakerfið
...virðist vera dáið. Og ekki bara hjá mér heldur öðrum ágætum Squawkbox notendum líka. Curiouser and curiouser!

Páskaegg aftur
Ég er búin að fá páskaegg. Það er af hinni eðlu gerð Bónus-páskaeggja (sem eru grunsamlega góð) og mun því líkast til falla í góðan jarðveg hjá mér ;0)

fimmtudagur, apríl 17, 2003

Strumpaprófið
...hefur fengið spes link í "Godir hlutir" hér á vinstri hönd. Endilega finnið ykkar innri Strump!

Páskafrí?
Nei. Ekki fyrir þá sem ætla að ná stúdentsprófunum sem ganga í garð eftir skitna 5 daga. Próftaflan hentar mér að vísu mjög vel en 6 VIKUR í prófum? Fyrr má nú aldeilis fyrr vera! Ég býst ekki við að ég verði mennsk í útliti að þessum 6 vikum liðnum. Veran í speglinum mun örugglega líta út fyrir að segja eitthvað á þessa leið: Gollum! My one, my own, my preciousssssssssssssssss.......!

Páskaegg?
Já! Sérstaklega fyrir þá sem ætla að ná prófunum. Þeir þurfa bensín til að komast yfir hæstu hjallana. Og þá er ágætt að fara á smá nostalgíu-tripp í leiðinni :0).





Reyndar eru Mónu eggin ekkert að gera sig. Hér á bæ eru Bónus- eða Nóa-Síríus egg keypt í stórum stíl!

laugardagur, apríl 12, 2003

Dimissio revisited
Ef þetta var ekki það skemmtilegasta sem ég hef gert þá veit ég ekki hvað! Dagurinn byrjaði með gífurlegu frosti og kulda (enda klukkan bara 6:00) en endaði í steikjandi hita og glampandi sól.
Við byrjuðum í morgunpartýi þar sem við fórum í indíánabúningana og máluðum okkur. Þar næst fórum við í fyrsta tíma og héldum áfram að hafa okkur til. Leiðin lá upp í sal að því loknu, þar sem rektor mælti speki yfir hópinn og nýr inspektor var vígður. Sungin voru nokkur lög og allir voru glaðir.
Við héldum út á tún þar sem búðir voru settar upp á besta stað. Ýmsar árásarferðir voru farnar og þá helst á Mario-bros sem voru að spila sama lagið aftur og aftur og aftur. Og aftur. Eftir að kennarar höfðu fengið þakkargjafir (mútur) í hendur og verið kvaddir fórum við upp í gámabíl og var ekið um bæinn þar til komið var að Pizza-Hut. Eftir að hungrið hafði verið satt fórum við niður í bæ og skemmtum okkur á Ingólfstorgi. Þar hittum við meðal annars fyrir Jackass gengið. Þeir voru að taka upp hjólabrettastökk, enda Ingólfstorg staðurinn til þess. Eftir að hafa verið þarna góða stund gengum við upp Laugaveginn þar sem nokkrir heltust úr lestinni. Farið var heim og sofið þar til partý byrjaði um kveldið.

Allt í allt fær þessi dagur ********** af ***** mögulegum

þriðjudagur, apríl 08, 2003

Dimissio!
Ég fékk dimission-búninginn minn í dag. Ógeðslega verður bekkurinn minn flottur!

Æfing-smæfing
Öllum sjötta bekk var smalað í Háskólabíó klukkan 14:45 í dag. Þar var brautskráningin æfð og allt var tuggið ofan í okkur að minnsta kosti þrisvar. Sem er ekki til þess að tala um, nema fyrir þær sakir að það hefði þurft að tyggja það fjórum sinnum. Árgangurinn minn er nú einu sinni þannig árgangur ;). En hvað sem því líður er ég í góðu lagi þegar stundin rennur upp ef ég man: sæti 22 í röð 22. Það er alveg geranlegt.

mánudagur, apríl 07, 2003

Helgin
...var fín. Afmælisboð á föstudagskvöldið var að gera sig með karíókí og alles. Ég færi hér með partýhaldara þakkir fyrir! Nær enginn svefn vegna mikils álags í skólanum dregur samt heildareinkunn helgarinnar niður, þó einstök kvöld hafi haldið dampi.

Allt í allt fær þessi helgi *** af ***** mögulegum.

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Sögulegt skólablogg!
Sem fyrsta bloggið mitt úr tölvu í skólanum, þá hlýtur þetta blogg að vera sögulegt.

Gleði í stærðfræðitíma
Núna rétt áðan vorum við að klára að sanna seinustu reglu ferils míns í MR. Það var hátíðleg stund þegar að kennarinn skrifaði hana á töfluna og er hann kláraði að fylla inn í kassann, fagnaði bekkurinn hóflega með lófataki. Kennarinn hneigði sig og allir voru glaðir.

þriðjudagur, apríl 01, 2003

Sandman-persónan mín!

I'm Death!
Which Member of the Endless Are You?

Peachy keen!