föstudagur, júlí 30, 2004

Þriggja daga helgi = Bliss
Mín er með lítil plön fyrir verslunarmannahelgina og hefur í raun aldrei verið mikið fyrir að fara á útihátíðir. Þess vegna er stefnan sett á kósístemmningu með familíunni í sumarbústaðnum um helgina. O, ég finn hvernig þreytan líður úr mér...

Steikin
Þetta bjargaði deginum í dag þó svo að Titanic sé eina myndin af þessum sem ég hef séð. Ýttu á myndirnar vinstra megin við textann :).

mánudagur, júlí 26, 2004

Helgin...
...var bara afspyrnu skemmtileg. Ég fór meðal annars í bíó á Spiderman 2 og á djammið í fyrsta skipti í ALLTOF langan tíma þar sem ég skemmti mér bara mjög vel. Já, og svaf úti á svölum í sólinni á laugardeginum. Ofsalega þægilegt og brúnkandi.

Spiderman 2
Hún fer ekki bara með tærnar þar sem fyrri myndin er með hælana, nei, hún traðkar á tám hinnar eins og kókoshneta með mikilmennskubrjálæði. Þetta er sko mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, en betra er að vera búin að sjá fyrri myndina. Já, nei nauðsynlegt er að hafa séð fyrri myndina :).

Kanntað flassa BIOS?
Ef svo er þá þarf ég að ná tali af þér.

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Bling bling
Sem fyrr horfði ég á vídeo um helgina. Í þetta skipti varð myndin Marci X fyrir valinu. Reyndar var ég efins um það hvort ég ætti yfir höfuð að vera að leigja hana. Vissi ekki neitt um hana annað en að Lisa Kudrow léki hvíta yfirstéttarstelpu. En ég lét slag standa og viti menn, Marci X reyndist vera snilldarræma. Vissulega dálítið mikil steypa en það átti bara vel við stemmninguna hjá okkur systrunum.  Ég ætti nú orðið að vita betur en að efast um hæfileika Lisu Kudrow, hún er schnilld í hvaða hlutverki í hvaða mynd sem er. Mæli tvímælalaust með þessari næst þegar þú veist ekkert hvað þú vilt leigja.

Bara fyndið...
Allir að kíkja á þetta og setja hljóðið í botn! Þetta bjargaði deginum mínum í gær. Og sjúklingar og samstarfsmenn horfðu á mig mjög svo stórum augum :).

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Vinna, borða, sofa, vinna, borða, sofa
Einhvern veginn hefur mér tekist að gera ekki neitt það sem af er sumri. Jú, ég hef farið í bíó og horft á sjónvarp en það er ekkert til að hrópa húrra fyrir. En nú ætla ég að taka mér tak og gera eitthvað almennilegt. Til dæmis ætla ég í sund eftir vinnu og hlakka bara ansi mikið til þess :). Ég er svo easily amused, greyin mín.

Tilhlökkun
Já, ég hlakka til svo margra hluta. Þeirra léttvægastir eru útgáfudagur The Sims 2 og post-mortem disks Elliott Smith. En það er svona í peanuts-þyngdarflokknum ;). Meira skemmtilegt er að það eru 43 dagar í að María mín komi heim (ekki það að ég sé neitt að telja :S) og enn færri þangað til Bryndísin snýr aftur. Og báðar koma þær frá Kanalandi. Og svo er fleira sem ég hlakka til en það er líka leyndó ;)! Og ef þú veist það ekki nú þegar þá veistu ekki neitt, vissirðu það?

Bond, James Bond
Ég fékk allt í einu gífurlega löngun til þess að vitna í vin minn Bond, líklegast vegna þess að ég horfði á mynd með honum í gær :).

-That's a nice little nothing you're almost wearing...

Ég man nú reyndar ekki úr hvaða mynd þetta er en finnst það skemmtilegt engu að síður. Og að lokum: Rétti upp hendi þeir sem horfa á Bond!

föstudagur, júlí 09, 2004

Nýir tenglar
Ég ákvað að láta verða af því að uppfæra tenglana mína. Eftirfarandi síður fengu tengil:

1. Bjarneyjar-blogg þar sem lesa má um inter-rail ævintýri hennar og Óskar.
2. Síða um snillinginn Elliott Smith. Ef þú hefur ekki heyrt lag með honum skaltu horfa á Good Will Hunting og hafa eyrun opin.
3. Heimasíða The Sims 2, sem er framhald af The Sims, skemmtilegasta leik í heimi. Endilega kíkið og heillist.

Bíó, bíó baby
Í gær fórum við Berget á VISA-forsýningau á Raising Helen. Sú mynd er ofsalega mikil feel-good mynd. Sem er mjög gott ;). Við systurnar skemmtum okkur alla veganna mjög vel og ferðin, alla leið upp í Mjódd, var því vel heppnuð.

Útsölur
Ég er ekki búin að kaupa mér neitt á útsölu! Það verður að gera meiriháttar breytingar hér á þar sem mín helstu fatakaup eiga sér stað í útlöndum og á júlí-útsölunum. Ég held ég skelli mér bara eftir vinnu í dag og kaupi mér eitthvað fínt. Smá retail-therapy ætti að láta mér líða betur ;)!

Frasi dagsins
Er í boði Völlu í Völlu-sjó:
"Ég meina...Sorrí!"

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Hæ!
Manstu eftir mér? Ég heiti Kristín og ég skrifa stundum eitthvað bull á þessa síðu. Ekki? Nú, jæja ég get sjálfri mér um kennt...

Video-fíkillinn snýr aftur
Eftir að Bryndísin fór erlendis (úff, grænar bólur!) varð mikil lægð í video-, sjónvarps- og bíóglápi mínu. Ég veit nú ekki hvort ég á að gráta það eða ekki en eftir þessa helgi er ég komin aftur til leiks! Það atvikaðist þannig að Eyrún og Anna Lísa véluðu mig til að horfa á video með sér. Myndirnar Freaky Friday og Jet Lag urðu fyrir valinu og þóttu góð skemmtun. Ég hafði nú reyndar séð þær báðar áður en þær versnuðu alls ekki við nánari kynni.
Á laugardagskvöldinu vorum við Björg svo með heljarinnar skemmtikvöld þar sem góður matur, góður félagsskapur og góðar myndir voru í algleymingi. Reyndar voru ekki allar myndirnar góðar (Scary Movie 3 er off, gott fólk!) en það er sama, kvöldið var frábært fyrir því :). Og ég leyfi mér að mæla heilshugar með myndunum Jet lag og Secondhand Lions. Brill, bara brill.

Dagurinn í dag...
...er tileinkaður fólki sem segist ætla að versla sér eitthvað, að einhver hafi farið erlendis eða til Portúgals. PortúgaL, gott fólk! PortúgaL!