sunnudagur, september 21, 2003

Fárviðri, fárvirði
Já, hér á klakanum er svakalegt veður úti, og hefur verið núna síðustu daga. Svona veður sem að stuðlar að því að alþjóð kúrir sig undir sængina með kakóbolla og vidjóspólu í tækinu og hreyfir sig ekki allan daginn. Mikið vorkenni ég ferðamönnunum!

Image
Eins og allar stórstjörnur í betri kantinum verður maður að breyta ímynd sinni reglulega. Og þar sem ég held fast við að fara reglulega í klippingu (já, á 6 mánaða fresti no less) og skipta um gleraugu (já, á 6 ára fresti no less) þá ætti ég að fitta þokkalega vel inn í starfið. Núehh eða ekki.
En hvað sem því líður þá mun ég fara í stórfelldar framkvæmdir nú á næstu dögum við að lappa eitthvað upp á þessa síðuómynd mína. Um leið og ég kemst inn á almennilega nettengingu það er að segja.
Guð blessi ADSL-ið.