fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Heimt úr helju
Mín hefur gilda og góða afsökun fyrir að hafa ekki bloggað í háa herrans tíð. Það var nefnilega verið að krukka í nefið á mér svo að ég þurfti að halda til á spítalanum. Ég fæ svo oft kvef og leiðindapestir þannig að læknirinn minn taldi réttast að laga það bara í einum hvelli. Það var gert með því að brjóta upp nefið og laga einhver þrengsli. Skemmtilegt ekki satt?

Lestur myndasagna = nörd?
Reyndar ekki. Jú, kannski ég en það eru ekki allar myndasögur myndasögur, if you know what I mean. Til dæmis er sagan Strangers in Paradise ekki myndasaga. Hún er skáldsaga sem höfundurinn kýs að deila með okkur hinum í myndum og stuttum texta. Reyndar koma inn á milli síður með óbrotnum texta og engum myndum sem gerir þetta ennþá óhefðbundnara. Og það sem er svo sérstakt við þessa sögu er að þó að þú hatir myndasögur og finnist ekkert jákvætt við þær þá getur þér samt líkað við Strangers in Paradise. Þannig að ef þig vantar eitthvað gott að lesa þá skaltu skella þér á Borgarbókasafn Reykjavíkur, Bókasafn Kópavogs eða í Nexus og verða þér út um fyrsta bindið í sögunni. Og trúðu mér, þú sérð ekki eftir því!

Afþreyingin
Hefurðu ekkert að gera í vinnunni/heima/í skólanum? Farðu þá á Anomalies unlimited og lestu þér til um hversu evil Disney-fyrirbærið er í raun ;).