föstudagur, janúar 21, 2005

Bloggen Sie bitte!
Nú er bíó-, sjónvarps- og vídjógláp mitt farið út fyrir allan þjófabálk. Það viðurkenni ég fúslega í votta viðurvist. Er það slæmt? Já. Ætla ég að hætta, eða a.m.k. minnka áhorfið? Nei. Finnst mér gaman að svara mínum eigin spurningum? Klárlega...

RingRingRingRingRingRingRingRing Bananaphone!
Ég festi kaup á nýjum farsíma á þriðjudaginn og er húrrandi hamingjusöm yfir því. Stykkið er SonyEricsson K700i og venst bara vel. Reyndar eru þumlarnir mínir svona þrem númerum of stórir miðað við optimum þumlastærð við SMS-gerð, því takkarnir eru svo litlir og þétt saman. En ég pikka þetta bara með vísifingri ;). Ástæðan fyrir þessum kaupum mínum er sú að gamli síminn minn (Nokia 6110 sem orðinn var 5 1/2 árs) gafst upp eftir gífurlega baráttu við skjáflensu nokkra, sem tók sér bólstað í honum. Ég sakna hans þrátt fyrir nýja símann.

Gleðigleðigaman
Katrín kemur líka til Köben! Reyndar verður hún bara yfir helgi en þetta verður all svakalegt engu að síður!