mánudagur, júní 23, 2003

Helgin
...var frábær! Á föstudaginn var reyndar ekkert gert annað en að laga til vegna fyrirhugaðrar afmælisveislu, en það var þó föstudagur :). Á laugardaginn var sofið feitt út og svo útréttast og pæjast fyrir kveldið. Besta og hennar besti mættu á slaginu 21:00 og kom það ekkert á óvart. Fólk var svo að týnast inn og út eitthvað frameftir en flestir sem boðnir voru létu sjá sig og jafnvel einn ó-boðinn (en þó ekki ó-velkominn) fyrrverandi bekkjarbróðir mætti. Áfengi var haft um hönd og eftir mikið sprell var farið í bæinn um tvöleytið og ákveðið að hlusta á trúbadúr á Ara í Ögri. Eftir að hafa setið þar góða stund var kíkt í "partý" til frænda Bryndísarinnar. Þar voru tveir fyrir. Sem betur fer var "partýið"staðsett mjög svo í bænum svo að næst var okkur skutlað inn á Sólon án þess að stoppa neitt í röðinni. Þar var dansað fram á hvítan morgun (já, morgnar eru hvítir) þó svo að staðurinn væri meira en lítið pakkaður og tónlistin væri ekki að gera sig. Svona var gangur fyrstu al-löglegu (og nær einu) ferðar minnar til að djamma í bænum. Og ég var ekki einu sinni spurð um skilríki!

Helgin fær óteljandi + 1 stjörnu af ***** mögulegum.