föstudagur, júní 18, 2004

Ammli
Mjamms, nú á ég ammli í dag. Hamingjuóskirnar hrynja inn og góður gestur mætti í morgunkaffið í vinnunni með brauð og kökur. Það er sko gott að eiga góða að :). Ég vil líka nýta tækifærið og óska henni Brittu minni til hamingju. Það eru nefnilega fleiri en ég sem eiga afmæli á besta degi ársins ;)!

Til hamingju með afmælið Britta!

Hæ hó jibbý jei og jibbý jei.
Til hamingju með þjóðhátíðardaginn og 60 ára afmæli heimastjórnarinnar í gær. Ég tók daginn með trompi eða hitt þó heldur og eyddi honum í að kúra undir sæng og horfa á Friends. Familían fór nebblega upp á Snæfellsjökul á skíði, bretti og sleða en æ, æ, ó, ó, aumingja ég komst ekki með. Ég leigði mér líka Big Fish sem reyndist vera eðalsteypa í anda Tim Burton, þó að hann hafi samt valdið mér nokkrum vonbrigðum. Maður er orðinn svo góðu vanur úr því horninu. En mér var þó boðið í kvöldmat hjá ömmu minni og þar var veitt vel. Auk þess voru skemmtileg frændsystkini og eitt stykki frændhundur á svæðinu þannig að ég skemmti mér stórvel :)! Vonandi var ykkar dagur jafngefandi og minn.