þriðjudagur, júní 08, 2004

The O.C.
Hvernig stendur á því að unglinga-vandamála sjónvarpsþáttur sem er illa leikinn, er með pirrandi karaktera, alvarleg vandamál sem valda gífurlegum sálarflækjum þessara karaktera í hverjum þætti og er bara yfir höfuð fremur 'pathetic' njóti svona mikilla vinsælda? Það virðast allir (og þá meina ég allir) horfa á hann. Meira segja strákar stelast til að horfa á þessa stelpuþætti. En reyndar er hann ekki kolómögulegur því að tónlistarsmekkur aðstandenda hans er frábær. Lögin sem hljóma eru yfirleitt jaðartónlist eða mainstream tónlist með óþekktum flytjendum. M.a.s íslensk bönd hafa gerst svo fræg að hljóma undir einhverju kossaatriðinu, og það er sko nóg af þeim. Ég ætla svo ekki að segja meira um þetta en setja í staðinn hér inn próf:


Which O.C. Character Are You? Find out @ She's Crafty

Og já, ég sest alltaf fyrir framan sjónvarpið klukkan 20:00 á mánudagskvöldum og horfi á vini mína í the O.C. Því eins og fleiri hafa sagt: Þessi þáttur er Beverly Hills 90210 fyrsta áratugs nýrrar aldar!

Orlando, Florida
Heimkoma mín frá sólarríkinu eða 'Old People Central' eins og ég kýs að kalla það, lenti því miður inn í miðri bloggþurrð. Og þar sem frænka mín fín gerði svo greinargóð skil á ferðinni ætla ég barasta að linka á hana. Tjékkið á ferðasögunni hér.
Annað en það sem þar stendur hef ég þetta að segja: Áður en María kom fór ég í Epcot í Disneyworld og skemmti mér svakavel. Reyndar greip mig þvílíkt skræfska (er þetta orð?) að ég þorði varla að anda í áttina að 'tækjum' af hræðslu um að einhver drægi mig í þau. Rólegasta sigling um Mexico-land varð að rafting-ferð um Jökulsá í Skagafirði í hálf-sturluðum huga mínum. En þrátt fyrir þessa óra mína var dagurinn frábær og bar flugeldasýning við loknu garðsins af. Gamlárskvöld '99/'00 sinnum 10, held ég bara.
Eftir að María var farin lá ég í sólbaði og drakk Pina Colada á sundlaugarbakkanum eins og mér væri borgað fyrir það. Og svo fór ég líka aftur að versla ;).