mánudagur, ágúst 15, 2005

I want to ride my bicycle, I want to ride my bike...
Ég er nýbúin að kaupa mér yndislegt hjól. Það er ekki rautt og það eru ekki fótbremsur á því en það er svo þægilegt að hjóla á því að ég fyrirgef jafnvel vöntun á slíkum grundvallarefnum. Hér má sjá dýrið:



Því miður var ekki til mynd af kventýpunni en eini munurinn á henni er sú að efri stöngin snertir þá neðri eiginlega. Ég þarf varla að lyfta fætinum til að komast á hjólið :). Og já, svo vantar líka körfuna sem ég keypti mér á myndina. Hún er svona "the Danish touch" og virkar svona líka vel.

D.E.B.S.
Er garanterað á topp tíu listanum yfir fyndnustu myndir sem nokkurn tíman hafa verið gerðar. Það má eiginlega lýsa henni sem svona Charlie's angels spoof-i sem að hefur heppnast virkilega vel. Ég elska myndir sem eiga að vera dáldið vitlausar. Ég ætla ekki að segja neitt meira þar sem ég ætlast til þess að lesendur skelli sér á að leigja hana hið fyrsta. Já, og ekki drekka gos meðan horft er á hana. Það fer bara aftur út um nefið í hláturgusunum ;).

Les quotes...eða eitthvað
Dominique: (Með sterkum frönskum hreimi)You need to put it here. Don't be an idiot for once.
Janet: You need to speak French or English. Frenglish is not a language.