mánudagur, ágúst 29, 2005

Cha-cha-cha-changes...
Nú fá skólabækurnar ekki lengur að vera með í Ég er að lesa. Frekjan og yfirgangurinn í þeim er alveg nógur án þess að þær komist á alþjóðlegan vettvang.

Hlíðarhátíðin svíkur engan...
Á laugardaginn var gífurlegt húllumhæ í landinu sem fjölskyldan á sumarbústað í. Þar hittust allir parteigendur og grilluðu saman. Allt voða skemmtilegt og kósí þrátt fyrir eitt slitið flugdrekaband. Eftir matinn fóru fjórar fræknar frænkur í okkar land og báluðum dáldið í nýja eldstæðinu. Marshmallows komnir yfir Atlantshafið léku stórt hlutverk þetta kvöld. Á sunnudeginum hélt svo Björg amma upp á áttræðisafmælið sitt. Þar var besti matur sumarsins á boðstólum og ég óskaði svo heitt og innilega að ég væri með stærri maga. Eftir matinn brunuðum við frænkurnar svo í bæinn og skemmtum okkur vel þrátt fyrir of-át og of-þreytu.

We rule the school...
Nú er Iðnskólinn byrjaður enn og aftur. Reyndar verður námið þar mjög ljúft þessa önnina. Ég er eingöngu að hnýta lausa enda og búa í haginn fyrir útskrift næsta vor. Til dæmis er enginn skóli á morgun og mun ég því sofa út í kósíheitum par exelance meðan aðrir heimilismenn troða sér í leppana og velta hálfsofandi út um dyrnar. Það hlakkar alveg hreint í mér! Reyndar verður sagan önnur í næstu viku. Þá er bara skóli (-ar) 8 til 4 á hverjum degi. Það er leitt.

I think I'm turning Japanese...
Á fimmtudaginn fór ég í óvissuferð í Blómaval (nei, nei það er ekkert skrýtið). Þar rákumst við Bryndís á Bonzai-tré í hrönnum og urðum að sjálfsögðu að eignast eitt stykki hvor. Maður getur ekki stúderað tungumál án þess að kynna sér sögu og hefðir þjóðarinnar sem það talar, er það nokkuð? Nú er sem sagt næst á dagskrá að kynna sér allt um Bonzai-tré og umhirðu þeirra. Ef einhver lumar á góðri vefsíðu eða bók sem hann vill mæla með er það velkomið í meira lagi.

Í boði Terry Pratchett...
'And when were you in Ephebe?' asked Caleb the Ripper.
'Went bounty hunting there once,' said Cohen the Barbarian
'Who for?'
'You, I think.'
'Hah! Did you find me?'
'Dunno. Nod your head and see if it falls off.'

Ef þér finnst gaman að hlæja, nældu þér þá í Terry Pratchett bók. Helst stykki þar sem Granny Weatherwax og Nanny Ogg koma við sögu.