þriðjudagur, september 20, 2005

I'm a klukk-coo...
Ég hélt ég væri vaxin upp úr eltingarleik en svo virðist ekki vera. Ég var sem sagt klukkuð af Eyrúnu og semi-klukkuð af Dagbjörtu.
Málið snýst sem sagt um þetta:

"Klukk er internetfár sem tröllríður bloggheimum þessa klukkutímana og felur í sér að viðkomandi fórnarlamb klukks á að skrifa fimm handahófskennd persónuleg atriði (sem hinn sótsvarti almúgi vissi ekki fyrir væntanlega) og klukka svo nokkur stykki bloggara til viðbótar."

Og þá er bara að vinda sér í málið:

1. Ég skammta sjálfri mér lesefni. Það er ekkert grín að í heiminum eru til alltof margar bækur. Ef ég læsi allt sem mig langar til, þegar mig langar til að lesa það þá færu aðrir hlutar lífs míns fyrir lítið. Ein bók í einu er málið í dag...

2. Alveg frá því ég man fyrst eftir mér hef ég ekki getað sofnað nema ég annað hvort búi til sögur eða syngi inni í mér. Reyndar hefur söngurinn minnkað með árunum en sögunum hefur fjölgað að sama skapi. Það tekur sem sagt allt upp undir hálftíma fyrir mig að sofna nema ég sé alveg hrikalega þreytt.

3. Allar bækur eru heilagar. Ef einhver fer illa með bók þá er hann fífl. Ef einhver fer illa með mínar bækur skal hann geta hlaupið, og það hratt.

4. Ég man allt það sem mig dreymir. Og mig dreymir á hverri nóttu. Eftirminnilegir draumar eru m.a. Star Trek-draumurinn, Grænmeti sem steppar-draumurinn og martröðin sem ég fékk þegar ég var þriggja ára. Og já, mig dreymir a.m.k. einu sinni í mánuði að einhver sem mér þykir vænt um deyji. Það er ekki gott að vakna grátandi.

5. Mér finnst fólk sem tekur sig og alla aðra alvarlega alveg hryllilega leiðinlegt. Hversu óspennandi væri veröld þar sem allir væru eðlilegir, ég bara spyr?

-end-

Það er erfitt að klukka fólk þar sem ég er ekki alveg viss um hver les þetta blessaða blogg. But here goes:

Björg (& Begga), María, Jóhanna Himinbjörg, allar stelpurnar í "ekki neitt"-hópnum sem blogga bara á MR-friends, Una Sighvats, Atli Viðar og Sævar (bara til að tjékka hvort tjéður lesi bloggið eftir margendurtekna sönnun á gullfiskaminni). Sem sagt allir á linkalistanum mínum sem ekki hafa verið klukkaðir (svo ég viti til) og sem einhver von er á að muni gegna tjéðu klukki. Svo kemur þetta bara allt í ljós...

Af því að ég er nörd...
????????????????????????????????????????????????????
(Af hverju sé ég þetta sem japanska stafi í blogger.com en bara sem spurningarmerki hér? Veit einhver það?)