mánudagur, september 05, 2005

Hvurslags eiginlega...
Helgin var fremur viðburðalaus utan saumaklúbbs á laugardagskvöldið. Þar voru einungis fimm píur af tólf mættar en ég held samt að umræðurnar hafi aldrei verið jafnkrassandi og einmitt núna. Auk þess sem að skemmtiatriði í boði nágranna Óskar og gormadýnunnar þeirra vakti mikla kátínu. Það er samt vonandi að fleiri geti mætt í næsta mánuði.

edit: Já, ef þið viljið lesa næstum því sömu færslu á öðru bloggi kíkið þá til Dagbjartar ;).

Enn af japönsku...
Fyrsti dagurinn gekk svona líka glimrandi vel. Reyndar brá mér dálítið þegar að kennarinn gekk inn og byrjaði bara að tala á fullu á japönsku. En smátt og smátt rann það upp fyrir mér hvert hún ætlaði og síðan gekk þetta allt saman. Á japönsku heiti ég: KU RI SU TÍ N. Það er alveg óendanlega skemmtilegt að vita eitthvað meira á japönsku en bara já og góðan dag :).