Camp Nowhere
Þessa dagana má helst finna mig á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi. Ég er með gemsann með mér og svara símtölum í þeirri röð sem þau berast. Það má ekki gleyma mér þó ég sé svona út úr siðmenningunni. Það er sem sagt helsta ástæða þess að ekki verður mikið um blogg hér á síðunni. Reyndar stefni ég að því að blogga í hverju einasta helgarleyfi svo þið getið farið að láta ykkur hlakka til ;). Að öllu gríni slepptu þá fíla ég mig eins og ég sé í sumarbúðum. Á morgnana fer ég í sund og svo í nudd/sjúkraþjálfun. Því næst er það iðjuþjálfun (sem er föndur en ekki æfingar fyrir litlu liðina *hóst*Ásgerður*hóst*...) og ræktin. Síðan er boðið upp á golf eða reiðmennsku eftir því hvað hentar manni best. Eftir brjálæðislega annasama daga er allt húsið farið að sofa um hálf ellefu leytið, en þeim háttatíma man ég líka eftir úr sumarbúðum. Þetta er í einu orði sagt frábær staður. Ef ekki væri fyrir jevla kanínufæðið þá fyndist mér ég bara vera komin til himna.
Ahem
Bara pínusmá égáafmælibráðum áminning fyrir púbblikúmið.
Grjóthaltu kjafti!
Eða Tas toi! eins og hún heitir á frummálinu er mikið fyndin mynd. Við erum að tala um Taxi 1, 2 og 3 fyndin. Þó ég hlæji mikið og auðveldlega að gamanmyndum þá er það nú ekki á hverjum degi sem ég stend á öndinni af hlátri yfir bíómynd. Þannig að ef þú ert komin/n með nett ógeð á Bandarísku fjöldaframleiðslu gamanmyndunum þá skaltu skella þér á næstu leigu og redda þér Tas toi! eða Ruby & Quentin eins og hún heitir á ensku. Þú sérð ekki eftir því ;)!
sunnudagur, júní 12, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)