sunnudagur, júní 20, 2004

Silly Billy
Helgin var með afbrigðum góð. Á afmælisföstudaginn var talað við margt skemmtilegt fólk og þar sem afmæliskvöldverður með ömmum og familíu frestaðist þá var pizza frá Pizza Kofanum snædd með bestu lyst. Eftir mat og letilæti var mín véluð í ísbíltúr með Daybright, Lísu skvísu og Kötu. Ísinn og félagsskapurinn svíkur sjaldan ;).
Laugardagurinn var bara rólegheit þar til matarboð hjá Eyrúnu hófst um kvöldið. Frábær pizza, frábært fólk, frábært spil og enn betri sull...eee, skemmtiatriði ;)! Mikið hlegið, mikið gaman.
Og núna í kveld var afmælismatarboð með ömmunum og familíunni (mínus golfarinn) þar sem svínalundir, kartöflur og piparostasósa voru etin með góðri lyst. Í alla staði mjög góð helgi.

Ammlisgóss
Það er ekkert afmælisblogg án útlistunar á gjöfum, svona fyrir Kanana mína ;). Ég fékk sem sagt þetta:
Bækur: Dóttir gæfunnar eftir Isabel Allende og Oliver Twist eftir Dickens
Bolur: Stuttmabolur úr Dogma með mynd af The Clash.
Skartgripur: Silfurnæla
Og svo ýmislegt sem ekki hefur verið ákveðið enn :).

Tilvitnunin

-If ? If is good!
(Hint: lítill grænn henchman með oddmjóan haus og lítill, bleikur og feitur henchman.)

Ef einhver veit úr hvaða mynd þetta er, þá er hann snillingur...nema Björg sem má ekki vera með, tíhíhí!

föstudagur, júní 18, 2004

Ammli
Mjamms, nú á ég ammli í dag. Hamingjuóskirnar hrynja inn og góður gestur mætti í morgunkaffið í vinnunni með brauð og kökur. Það er sko gott að eiga góða að :). Ég vil líka nýta tækifærið og óska henni Brittu minni til hamingju. Það eru nefnilega fleiri en ég sem eiga afmæli á besta degi ársins ;)!

Til hamingju með afmælið Britta!

Hæ hó jibbý jei og jibbý jei.
Til hamingju með þjóðhátíðardaginn og 60 ára afmæli heimastjórnarinnar í gær. Ég tók daginn með trompi eða hitt þó heldur og eyddi honum í að kúra undir sæng og horfa á Friends. Familían fór nebblega upp á Snæfellsjökul á skíði, bretti og sleða en æ, æ, ó, ó, aumingja ég komst ekki með. Ég leigði mér líka Big Fish sem reyndist vera eðalsteypa í anda Tim Burton, þó að hann hafi samt valdið mér nokkrum vonbrigðum. Maður er orðinn svo góðu vanur úr því horninu. En mér var þó boðið í kvöldmat hjá ömmu minni og þar var veitt vel. Auk þess voru skemmtileg frændsystkini og eitt stykki frændhundur á svæðinu þannig að ég skemmti mér stórvel :)! Vonandi var ykkar dagur jafngefandi og minn.

sunnudagur, júní 13, 2004

Aaaaaah...
Einn af ljósu punktunum við sumarvinnu er sá að helgarnar verða mun dýrmætari en ella. Ólíkt vetrarhelgum þá eru sumarhelgar bara til afslöppunar. Verkefnum, prófum og heimalærdómi er skipt út fyrir vídjógláp, sumarbústaðaferðir og lestur góðra bóka.
Á föstudaginn fór ég að sjá Rómeó og Júlíu með systkinum og vinum. Þrátt fyrir að ég væri að sjá þetta í annað skiptið þá olli það engum vonbrigðum. Gjörsamlega engum. Og ég, sem er þekkt fyrir að finna eitthvað að öllu, sérstaklega bíómyndum og leikritum fann barasta ekkert að þessari uppfærslu. Ekki neitt! Ef þú, lesandi góður, ert ekki búinn að fara og sjá þetta leikrit, þá skaltu kaupa þér miða ekki seinna en í gær!

þriðjudagur, júní 08, 2004

The O.C.
Hvernig stendur á því að unglinga-vandamála sjónvarpsþáttur sem er illa leikinn, er með pirrandi karaktera, alvarleg vandamál sem valda gífurlegum sálarflækjum þessara karaktera í hverjum þætti og er bara yfir höfuð fremur 'pathetic' njóti svona mikilla vinsælda? Það virðast allir (og þá meina ég allir) horfa á hann. Meira segja strákar stelast til að horfa á þessa stelpuþætti. En reyndar er hann ekki kolómögulegur því að tónlistarsmekkur aðstandenda hans er frábær. Lögin sem hljóma eru yfirleitt jaðartónlist eða mainstream tónlist með óþekktum flytjendum. M.a.s íslensk bönd hafa gerst svo fræg að hljóma undir einhverju kossaatriðinu, og það er sko nóg af þeim. Ég ætla svo ekki að segja meira um þetta en setja í staðinn hér inn próf:


Which O.C. Character Are You? Find out @ She's Crafty

Og já, ég sest alltaf fyrir framan sjónvarpið klukkan 20:00 á mánudagskvöldum og horfi á vini mína í the O.C. Því eins og fleiri hafa sagt: Þessi þáttur er Beverly Hills 90210 fyrsta áratugs nýrrar aldar!

Orlando, Florida
Heimkoma mín frá sólarríkinu eða 'Old People Central' eins og ég kýs að kalla það, lenti því miður inn í miðri bloggþurrð. Og þar sem frænka mín fín gerði svo greinargóð skil á ferðinni ætla ég barasta að linka á hana. Tjékkið á ferðasögunni hér.
Annað en það sem þar stendur hef ég þetta að segja: Áður en María kom fór ég í Epcot í Disneyworld og skemmti mér svakavel. Reyndar greip mig þvílíkt skræfska (er þetta orð?) að ég þorði varla að anda í áttina að 'tækjum' af hræðslu um að einhver drægi mig í þau. Rólegasta sigling um Mexico-land varð að rafting-ferð um Jökulsá í Skagafirði í hálf-sturluðum huga mínum. En þrátt fyrir þessa óra mína var dagurinn frábær og bar flugeldasýning við loknu garðsins af. Gamlárskvöld '99/'00 sinnum 10, held ég bara.
Eftir að María var farin lá ég í sólbaði og drakk Pina Colada á sundlaugarbakkanum eins og mér væri borgað fyrir það. Og svo fór ég líka aftur að versla ;).

föstudagur, júní 04, 2004

Vinnublogg!
Fyrsta bloggið úr tölvu á H.N.E. Endilega óskið mér til hamingju með það! Ég er nú reyndar ekki orðin ritari ennþá en í dag er ég samt í ritaraþjálfun. Og mér sýnist á öllu að ég myndi frekar bara vilja vera tæknimaður í allt sumar. Ritarar þurfa nefnilega að vera að hlaupa í símann þegar hann hringir og síminn á þessari deild hringir allan liðlangan daginn. Það er kraftaverki líkt að hann hefur ekkert hringt á meðan ég skrifa þetta! En hér er gott að vinna þrátt fyrir óskir um styttri vinnutíma séu mér ofarlega í huga. Andrúmsloftið er nefnilega svo vinsamlegt að ég hef barasta aldrei kynnst öðru eins. Manni líður bara vel hérna svo að það mun ekkert væsa um mig í sumar :).