Vinnan mín...
Deildin sem ég vinn á er mjög svo notaleg. Allt starfsfólkið er frábært og deildarstjórinn er eins og hlýtt og mjúkt teppi sem breiðir sig yfir allt og alla. Get einhvern veginn ekki lýst henni betur en það. Læknarnir eru reyndar, hér eins og á öðrum deildum, dálítið sér á parti. Þeir eru ekki alltaf á deildinni og teljast þess vegna ekki til starfsfólksins í mínum huga. Þeir eru þó allir með tölu frábærir og það eru ekki nema einn eða tveir sem gefa sér ekki tíma til að svara kjánalegu (og eflaust augljósu) spurningunum mínum, daginn út og inn. En einn læknirinn er öðruvísi en hinir. Sá læknir hræðir mig dálítið. Reyndar hefur hann alltaf reynst mér mjög vel, en það virðist ekki skipta miklu. Þegar maður hringir í hann er röddin hvöss og maður veit alveg að hann hefur sko engan tíma til að tala í símann. Þegar maður gengur inn á vakt og vogar sér að yrða á hann fær maður hvasst augnatillit og sömu óþolinmóðu röddina og í símanum. En best þykir mér þegar hann gengur inn ganginn. Þá sveiflast sloppurinn í vindinum sem ekki er og það heyrast og sjást staðbundnar þrumur og eldingar í kringum hann. Það er stundum mjög gott að hafa ofvirkt ímyndunarafl ;).
That's so funny...
Rakst á þessa síðu á b2.is. Hún bjargaði alveg þessum þreytta morgni í vinnunni.
Og svo má ekki gleyma þýðingu á nafni höfundar, Dr. Mark Moore = Dr. Blettur Lyngheiði! Gerist það betra?