Heima...
Það er gott að vera komin heim. Þrátt fyrir að ég hafi einungis verið í Philly í eina viku var ég alveg búin á því þegar flugvélin lenti í gærmorgun. Allt skipulagið og stressið í kringum brúðkaupið hefur eflaust átt sinn þátt í því. Þetta var svakalega skemmtileg upplifun og vonandi get ég gefið sjálfri mér nógu gott spark í rassinn á næstu dögum til að segja nánar frá ferðinni á þessari síðu. Þar sem ég gat ekki tekið myndir sjálf í athöfninni, og var mest að pæla í að taka video á nýju kameruna mína út ferðina, verð ég víst að leita annarra leiða til að redda myndum af brúðhjónunum og svo okkur Björgu í kjólunum alræmdu. Þær finnast eflaust en það tekur bara lengri tíma :).
Og já, ég er formlega orðin Kristín Guðmundsdóttir B.A. eins og stendur á umslaginu sem geymir nýprentaða skírteinið mitt úr HÍ. Varð líka kvartaldargömul í vikunni. Stór mánuður hjá mér og mínum. Ef þú ert svo heppin/n að vera vinur/vinkona mín máttu eiga von á boðskorti í eitthvað húllumhæ. Ef þú telur þig eiga slíkt boðskort inni en færð það ekki sent máttu láta mig vita, ég er nefnilega ennþá utan við mig eftir ferðina og þjáist einnig af þotuþreytu (mjög skemmtilegt orð sem ég legg mig í líma við að nota).
laugardagur, júní 21, 2008
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)