miðvikudagur, október 08, 2008

Kreppuhúmor...
Ég hló næstum því upphátt í lessalnum í skólanum við að lesa frétt um ferð Hjaltalín(s?) til London. Þar mælti Sigríður Thorlacius, söngkona sveitarinnar:

„Viktor ætlar að taka með bollasúpu, svo við verðum með bæði bollasúpur og samlokur. Verst að við getum ekki tekið með okkur vatn í flugið. Nú dugar ekkert annað en að vera með nesti og hlýja skó. Allavega ekki nýja skó. Það hefur enginn efni á nýjum skóm."

Það er sko ókeypis að hlægja, sjáðu til.


Hlýir skór