Fárviðri, fárvirði
Já, hér á klakanum er svakalegt veður úti, og hefur verið núna síðustu daga. Svona veður sem að stuðlar að því að alþjóð kúrir sig undir sængina með kakóbolla og vidjóspólu í tækinu og hreyfir sig ekki allan daginn. Mikið vorkenni ég ferðamönnunum!
Image
Eins og allar stórstjörnur í betri kantinum verður maður að breyta ímynd sinni reglulega. Og þar sem ég held fast við að fara reglulega í klippingu (já, á 6 mánaða fresti no less) og skipta um gleraugu (já, á 6 ára fresti no less) þá ætti ég að fitta þokkalega vel inn í starfið. Núehh eða ekki.
En hvað sem því líður þá mun ég fara í stórfelldar framkvæmdir nú á næstu dögum við að lappa eitthvað upp á þessa síðuómynd mína. Um leið og ég kemst inn á almennilega nettengingu það er að segja.
Guð blessi ADSL-ið.
sunnudagur, september 21, 2003
fimmtudagur, september 11, 2003
Blogg-block
Nú ákvað ég að harka af mér og kreista svona einni til tveimur færslum út úr heilanum á mér. Það er auðvitað mjög margt að frétta þar sem að ég hef ekkert bloggað í háa herrans tíð, og ég veit að umheimurinn veltist um af forvitni, en ég nenni ekki að blogga mikið.
Aðalástæðan er sú að ég hata tölvumálin hér heima. Tölvan sem ég er að nota er ELDgömul og hraðinn er einn fimmti af biluðu tölvunni okkar :(. Auk þess er stýrikerfið Windows '98 ekki að gera sig og þó að ADSl-ið sé tengt þá bara ræður tölvan ekki við hraðann og fer enn hægar en venjulega.
Já, og lyklaborðið er ógeðslegt, með stífum lyklum og veseni...
Sem sagt, þangað til ég kem fartölvunni inn á skólanetið í Iðnskólanum, nú eða þangað til þráðlausa netið kemur upp hjá BJR þá bara blogga ég ekki! Og hananú.