fimmtudagur, september 11, 2003

Blogg-block
Nú ákvað ég að harka af mér og kreista svona einni til tveimur færslum út úr heilanum á mér. Það er auðvitað mjög margt að frétta þar sem að ég hef ekkert bloggað í háa herrans tíð, og ég veit að umheimurinn veltist um af forvitni, en ég nenni ekki að blogga mikið.

Aðalástæðan er sú að ég hata tölvumálin hér heima. Tölvan sem ég er að nota er ELDgömul og hraðinn er einn fimmti af biluðu tölvunni okkar :(. Auk þess er stýrikerfið Windows '98 ekki að gera sig og þó að ADSl-ið sé tengt þá bara ræður tölvan ekki við hraðann og fer enn hægar en venjulega.
Já, og lyklaborðið er ógeðslegt, með stífum lyklum og veseni...

Sem sagt, þangað til ég kem fartölvunni inn á skólanetið í Iðnskólanum, nú eða þangað til þráðlausa netið kemur upp hjá BJR þá bara blogga ég ekki! Og hananú.