föstudagur, október 31, 2003

Saumó
Híhí! Það er saumaklúbbur í kvöld! Og meira að segja Idol-gláp í saumaklúbbi, er það nú lúxus! Hún Lísa skvísa er sko að gera Góóóða hluti ;).

Verkefnavinna
Hver hefði trúað því að Iðnskólinn í Reykjavík sé svona erfiður! Það eru bara verkefni á verkefni ofan. það sér sko ekki högg á vatni þó að eitt klárist, því það byrjar bara annað strax. Og þar af leiðandi á ég ekkert að vera að blaðra hér heldur að vera að gera pistil um sögu, samfélagshæfni og verkmenningu Mesópótama, Grikkja, Hellana, Etrúska, Rómverja, Íslamsríkisins og Býzansríkisins. Og hananú!

Wiesbaden
Já, hún amma gamla er ekki dauð úr öllum æðum enn. Hún er farin með Oddfellow stúkunni hans afa til Wiesbaden í Þýskalandi. Með eina frænku, einn frænda og eina skáfrænku í eftirdragi. Ég vonast eftir því að á leiðinni heim slæðist Mackintosh dolla með í farangurinn. Ummmmm, chocolate fudge molinn í skærbleika bréfinu...

Kvóti dagsins
- ...og ekki gleyma að fara með rjúpurnar til hennar Lollu frænku, hún býr í Baden Baden.
- Æi, mamma!

miðvikudagur, október 29, 2003

Jæja já
Ég er alveg gífurlega dugleg að skrifa hérna! En nú verða breytingar gerðar, póstar sendir, HTML kennslu-email skrifað og bloggað af krafti, bæði hér og á MRfriends!

Helgin síðasta
Helgin byrjaði, eins og venjulega, með Idol-glápi heima hjá Stöð 2 vinkonu. Í þetta sinn fékk Eyrún að njóta þess að hafa mig í heimsókn og horfa með mér á sjónvarpið.
Eftir það var fjör og skemmtilegheit í partýi hjá Jóhönnu "bekkjar"-systur. Katrín vinkona dró Hannesinn með og svo mætti karakter úr URKÍ á svæðið, mér til mikillar furðu. En hún var í eldhús-partýinu og ég var í stofunni svo að samskiptin voru ekki meiri en "hæ".

Á laugardagskvöldið var gamli bekkurinn minn úr MR með partý! Og báðir gítarspilararnir mættu með gítarana og það var sungið og trallað fram á rauða nótt. Svo var planið að fara í bæinn að dansa en þreyta kom í veg fyrir það. En það var líka alveg nóg að skemmta sér í þessu líka fína partýi. Hildur Ýr fær sko "snaps!" fyrir það; snap, snap!

Á sunnudaginn svaf ég alltof lengi og lærði alltof lítið. Ég endurnýjaði líka kynni mín við hinn ágæta leikthe Sims. Reyndar er fartölvan mín ekki sátt við hann og lætur eins og hún sé með vírus. Sem hún er ekki því hún er fílhraust að eðlisfari, rétt eins og eigandinn...!

Ný á lista!
Hún Inga USA-gella hefur bæst á bloggetiblogg listann hér á vinstri hönd. Allir að lesa bloggið hennar!

Kvóti dagsins

Blah, blah, blah! Stupid dog!

(Ef einhver getur þetta þá er sá hinn sami snillingur!)

laugardagur, október 11, 2003

Hmmmmm...
Ja, ég er nú kannski ekki alveg jafnmikill letingi og ég lét í veðri vaka (eða e-ð svoleiðis). Ef einhver kíkir ennþá á þessa síðu, þrátt fyrir það hversu sjaldan ég rita eitthvað, þá þigg ég gjarnan komment á breytingarnar ;) !

fimmtudagur, október 09, 2003

Iðnskólablogg
Haha, fyrsta bloggið mitt úr nýja skólanum! En hvað það er yndislegt að hafa loksins ADSL í hraðvirkri tölvu!

Endurbætur
Já, ég er helvítis letingi og nenni ekki að búa til nýtt template. Ég nenni ekki einu sinni að lita síðuna upp á nýtt.
Já, ég er leithaugur.