föstudagur, október 31, 2003

Saumó
Híhí! Það er saumaklúbbur í kvöld! Og meira að segja Idol-gláp í saumaklúbbi, er það nú lúxus! Hún Lísa skvísa er sko að gera Góóóða hluti ;).

Verkefnavinna
Hver hefði trúað því að Iðnskólinn í Reykjavík sé svona erfiður! Það eru bara verkefni á verkefni ofan. það sér sko ekki högg á vatni þó að eitt klárist, því það byrjar bara annað strax. Og þar af leiðandi á ég ekkert að vera að blaðra hér heldur að vera að gera pistil um sögu, samfélagshæfni og verkmenningu Mesópótama, Grikkja, Hellana, Etrúska, Rómverja, Íslamsríkisins og Býzansríkisins. Og hananú!

Wiesbaden
Já, hún amma gamla er ekki dauð úr öllum æðum enn. Hún er farin með Oddfellow stúkunni hans afa til Wiesbaden í Þýskalandi. Með eina frænku, einn frænda og eina skáfrænku í eftirdragi. Ég vonast eftir því að á leiðinni heim slæðist Mackintosh dolla með í farangurinn. Ummmmm, chocolate fudge molinn í skærbleika bréfinu...

Kvóti dagsins
- ...og ekki gleyma að fara með rjúpurnar til hennar Lollu frænku, hún býr í Baden Baden.
- Æi, mamma!