mánudagur, nóvember 17, 2003

Helgin...
Vá! Ein besta helgin hingað til, held ég bara. Á föstudaginn var mér boðið í óvissuheimabíó en sú sem bauð mér var algjörlega AWOL ;). En það var skemmtun engu að síður. Síðan var náttúrulega Idol hittingur og það var bara gaman! Reyndar hélt ég ekkert spes með þáttakenndum í þessum riðli en það bíttar engu.
Á laugardagskvöldið var partý með djammgrúppunni ehf. Fyrst í heimahúsi sem var svo sem nógu fínt (og þar sem ýmsir aðilar voru að STURTA í sig áfengi, með góðum árangri!) Svo var haldið í bæinn og djammað feitt fram á morgun.
Á sunnudaginn gerði ég, skiljanlega, ekki neitt. Lærði smá og fór í heimildaleit á bókasafninu. Voða gaman...

Kvóti dagsins...

-A whale! I wish I could speak whale...

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Ahemm...
Ég er alltaf með einhverjar svakalegar fullyrðingar um það hversu dugleg ég ætli að vera að blogga. Og svo gerist bara ekki neitt og ég roðna bara við að skoða mína eigin síðu. Og ég sem þoli ekki þegar að ekkert nýtt er á bloggunum sem ég les reglulega. Ég er barasta algjör hræsnari!

Machintosh...
Haha, í kveðjupartýi fyrir húsið hennar ömmu var dregin upp Machintosh dolla! Húrra, ég er sko spámaður! En það var mjög gaman á allan hátt í þessu boði því næstum allir voru mættir og svo var sprellað fram eftir. Litlurnar komu, allar þrjár, og hegðuðu sér mjög vel. Ég þurfti reyndar að fara því að vinkona mín hélt innflutningspartý þennan sama dag.

Stórmynd Grísla...
Á sunnudaginn fór ég svo í bíó með næstum-litlu-systur-mína, hana Sjöfn. Lítil frænka og aðeins stærri frænka ætluðu með en svo var sú minni veik og við vorum bara tvær. Og ég verð bara að segja að þessi mynd er schnilld! Frábær! Ég veinaði úr hlátri á köflum, og var vægast sagt litin hornauga af nærstöddum foreldrum. En Sjöfn skemmti sér vel og fannst greinilega allt í lagi að vera með skrýtnu manneskjunni í salnum :).

The Sims 2...
Ég hlakka til í maí 2004.

Kvóti dagsins...

- Sjaldan er ein bomsan stök!