mánudagur, nóvember 17, 2003

Helgin...
Vá! Ein besta helgin hingað til, held ég bara. Á föstudaginn var mér boðið í óvissuheimabíó en sú sem bauð mér var algjörlega AWOL ;). En það var skemmtun engu að síður. Síðan var náttúrulega Idol hittingur og það var bara gaman! Reyndar hélt ég ekkert spes með þáttakenndum í þessum riðli en það bíttar engu.
Á laugardagskvöldið var partý með djammgrúppunni ehf. Fyrst í heimahúsi sem var svo sem nógu fínt (og þar sem ýmsir aðilar voru að STURTA í sig áfengi, með góðum árangri!) Svo var haldið í bæinn og djammað feitt fram á morgun.
Á sunnudaginn gerði ég, skiljanlega, ekki neitt. Lærði smá og fór í heimildaleit á bókasafninu. Voða gaman...

Kvóti dagsins...

-A whale! I wish I could speak whale...