fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Heimt úr helju
Mín hefur gilda og góða afsökun fyrir að hafa ekki bloggað í háa herrans tíð. Það var nefnilega verið að krukka í nefið á mér svo að ég þurfti að halda til á spítalanum. Ég fæ svo oft kvef og leiðindapestir þannig að læknirinn minn taldi réttast að laga það bara í einum hvelli. Það var gert með því að brjóta upp nefið og laga einhver þrengsli. Skemmtilegt ekki satt?

Lestur myndasagna = nörd?
Reyndar ekki. Jú, kannski ég en það eru ekki allar myndasögur myndasögur, if you know what I mean. Til dæmis er sagan Strangers in Paradise ekki myndasaga. Hún er skáldsaga sem höfundurinn kýs að deila með okkur hinum í myndum og stuttum texta. Reyndar koma inn á milli síður með óbrotnum texta og engum myndum sem gerir þetta ennþá óhefðbundnara. Og það sem er svo sérstakt við þessa sögu er að þó að þú hatir myndasögur og finnist ekkert jákvætt við þær þá getur þér samt líkað við Strangers in Paradise. Þannig að ef þig vantar eitthvað gott að lesa þá skaltu skella þér á Borgarbókasafn Reykjavíkur, Bókasafn Kópavogs eða í Nexus og verða þér út um fyrsta bindið í sögunni. Og trúðu mér, þú sérð ekki eftir því!

Afþreyingin
Hefurðu ekkert að gera í vinnunni/heima/í skólanum? Farðu þá á Anomalies unlimited og lestu þér til um hversu evil Disney-fyrirbærið er í raun ;).

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Lukkunnar pamfíll
Die Eltern hafa snúið aftur til landsins í norðri og mín er húrrandi glöð yfir því. Sérstaklega þar sem með þeim í för var bikiní og yndislega bláir Converse skór handa undirritaðri :). Þeir voru númer 2 á top five fataóskalistanum mínum, rétt á undan rauðri kápu úr H&M og rétt á eftir svörtum Sheperd stígvélum. Þrátt fyrir þessa gjöf sé ég fram á stóreflis fjárútlát til undirbúnings fyrir veturinn ;).

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Allt í lukkunnar velstandi
Bryndísin er komin heim, seinasta vikan í vinnunni er hafin og allt er fallið í ljúfa löð. Ég fór að sjálfsögðu í heimsókn til Bryndísar þegar hún var búin að jafna sig eftir heimkomuna og þar biðu góðar gjafir (nú fyrir utan það að hitta hana og familíuna audda. Það væri í sjálfu sér alveg nóg :)!). Hún hafði keypt afmælisgjafir handa minni úti og þær féllu aldeilis vel í kramið. Eyrnaslapa-bolli, japanskt-gsm dinglumdangl og síðast en hreint ekki síst: Rainbow Brite dúkka og Twink bangsi!!!



Veðrið
Þegar ég kom út úr húsi klukkan hálf átta í morgun gekk ég á vegg. Og ekki neinn venjulegan Kristínar-vegg. Nei, þetta var svona sólarlandahita-veggur. Loftið bragðaðist meira segja eins og loftið við Miðjarðarhafið bragðast snemma á morgnana. Þetta var allsvakaleg upplifun og alls ekki leiðinleg :)!

Viðbót
Vinkona mín, hún Jóhanna Himinbjörg er komin út úr bloggskápnum. Þess vegna fær hún að sjálfsögðu tengil undir vinir og vandamenn :). Endilega kíkið á bloggið hennar og fylgist með ævintýrum hennar í kóngsins Köbenhavn þar sem hún mun stunda nám við Kunstakademiens Arkitekturskole. Sem er einmitt draumaskólinn minn ;)!

Múhahahahaha dagsins
Köttur að taka Flashdance. Priceless!!!