þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Allt í lukkunnar velstandi
Bryndísin er komin heim, seinasta vikan í vinnunni er hafin og allt er fallið í ljúfa löð. Ég fór að sjálfsögðu í heimsókn til Bryndísar þegar hún var búin að jafna sig eftir heimkomuna og þar biðu góðar gjafir (nú fyrir utan það að hitta hana og familíuna audda. Það væri í sjálfu sér alveg nóg :)!). Hún hafði keypt afmælisgjafir handa minni úti og þær féllu aldeilis vel í kramið. Eyrnaslapa-bolli, japanskt-gsm dinglumdangl og síðast en hreint ekki síst: Rainbow Brite dúkka og Twink bangsi!!!



Veðrið
Þegar ég kom út úr húsi klukkan hálf átta í morgun gekk ég á vegg. Og ekki neinn venjulegan Kristínar-vegg. Nei, þetta var svona sólarlandahita-veggur. Loftið bragðaðist meira segja eins og loftið við Miðjarðarhafið bragðast snemma á morgnana. Þetta var allsvakaleg upplifun og alls ekki leiðinleg :)!

Viðbót
Vinkona mín, hún Jóhanna Himinbjörg er komin út úr bloggskápnum. Þess vegna fær hún að sjálfsögðu tengil undir vinir og vandamenn :). Endilega kíkið á bloggið hennar og fylgist með ævintýrum hennar í kóngsins Köbenhavn þar sem hún mun stunda nám við Kunstakademiens Arkitekturskole. Sem er einmitt draumaskólinn minn ;)!

Múhahahahaha dagsins
Köttur að taka Flashdance. Priceless!!!