fimmtudagur, október 21, 2004

Bleh!
Er eina orðið sem gæti lýst lífi mínu þessa dagana. Andlát mikils manns og veikindi í fjórða veldi að baki og meiri veikindi fram undan. Og ekki meira um það á þessum opinbera vettvangi.

Ljósið í myrkrinu
Bróðir minn kom heim yfir helgina.
Bryndís og Anna Lísa eignuðust litla frænku þann 18. október síðastliðinn.
Ég á yndislega fjölskyldu og vini sem allir eru hraustir (þar með talið alla veganna 1 aukamömmu, 3 aukasystur og 1 aukabróður. Ætli blóð og vatn séu ekki bara jafnþykk).
Hausinn á mér er í lagi þó annað sé kannski ekki í toppstandi.
Bækur eru til.

þriðjudagur, október 05, 2004

Fréttaþurrð
Á föstudaginn fór ég á Októberfest. Það var spes. Ég hitti ýmsa gamla og góða kunningja og suma ekki eins góða sem ég forðaðist í lengstu lög að hitta ;). En hápunktur kvöldsins var samt þegar við Bryndís og Eyrún löbbuðum upp í Úlfarsfell til að taka þátt í ísáts kveðjuathöfninni hennar Bjarneyjar. Og svo löbbuðum við til baka. Sátum og spjölluðum í smástund og fórum svo heim. Voða skrýtið en þó skemmtilegt kvöld.
Á laugardagskvöldið var ég skilin alein eftir heima þar sem Litla-systir fór í afmælismatarboð. Þar af leiðandi fékk ég mér himneskan kvöldmat á Austurlanda hraðlestinni. Aloo Bonda og Naan-brauð. Sleeeeef! Og leigði mér Little Nicky sem ég hafði barasta aldrei séð. Reyndar fussaði vídjóleigustarfsmaðurinn endalaust yfir myndavali mínu en ég kippti mér ekkert upp við það. Og hló mig svo máttlausa yfir steypunni enda búin að drekka alltof mikið kók ;)!
Á sunnudaginn tók ég það rólega, lék Guð fyrri part dags (fyrir þá sem vita hvað það þýðir) og fór svo á The Bagel Company með Katrínu minni. Þar sannaðist enn og aftur hvað við hittumst alltof sjaldan því ég fékk nærri því harðsperrur í munninn og eyrun því ég talaði og hlustaði svo mikið. En það var góður endir a góðri helgi :)!

Fallegastur
Ég ætla að leyfa ykkur að njóta fegurðar frænda míns með mér. Af því að ég er so góð ;)!




Fréttir af Mekka
Ég rakst á frétt um tilvonandi Wal-mart superstore í Teotihuacan, Mexico. Nú vita þeir sem þekkja mig að ég dýrka Wal-mart. Samt væri þessi frétt svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að á byggingarsvæðinu fannst lítið, fornt altari. Ætla þeir að stoppa að byggja þarna? Nei, þeir ætla að byggja plexi-gler kassa utan um altarið og hafa bílastæðið í kring! Fólk er mis. Any ways þá er fréttin hérna:

Bónus Kanamanna

Og ég verð bara að deila því með ykkur hvað ég vorkenni Camilo Olivas, fjögurra barna föður. Ef að þeir hætta við að byggja búðina á þessum ómetanlegu rústum þá verður hann að halda áfram að keyra í heilar 10 MÍNÚTUR til að að komast í næstu Walmart búð. Vinsamlegast sendið honum baráttukveðjur hérna