fimmtudagur, október 21, 2004

Bleh!
Er eina orðið sem gæti lýst lífi mínu þessa dagana. Andlát mikils manns og veikindi í fjórða veldi að baki og meiri veikindi fram undan. Og ekki meira um það á þessum opinbera vettvangi.

Ljósið í myrkrinu
Bróðir minn kom heim yfir helgina.
Bryndís og Anna Lísa eignuðust litla frænku þann 18. október síðastliðinn.
Ég á yndislega fjölskyldu og vini sem allir eru hraustir (þar með talið alla veganna 1 aukamömmu, 3 aukasystur og 1 aukabróður. Ætli blóð og vatn séu ekki bara jafnþykk).
Hausinn á mér er í lagi þó annað sé kannski ekki í toppstandi.
Bækur eru til.