fimmtudagur, desember 30, 2004

Hunderte
Seinasta færsla var númer hundrað frá upphafi. Og ég var bara að fatta það núna. Eftirtektin alveg í hámarki hjá minni.

Julen
Stóðu algjörlega undir miklum væntingum. Reyndar voru þau með heldur óhefðbundnu sniði en breytingar eru af hinu góða ekki satt? Mín fékk margar fínar jólagjafir og þeirra fínust var mini Ipod frá Die Eltern. Það tæki er að gera stormandi lukku á heimilinu (og já, í stór-fjölskyldunni) og ég held ég sé bara ástfangin. Hér er mynd af beauty-inu:




Gamlar glæður
Ég ákvað að skoða bloggið mitt frá fyrstu færslu. Það var fræðandi lesning þar sem ég mundi ekki eftir helmingnum af því sem ég hef bloggað um. Kósí að eiga svona auka minni á netinu :). Og fyrir þá sem eiga blogg þá mæli ég með svona memory-lane gönguferð af og til.

Fagnaðarfundir
Núna fyrir jólin hitti ég Jóhönnu mína á kaffihúsi þar sem margt var skrafað og til að kóróna þá gleði þá fórum ég, Katrín, Jóhanna og Britta í bíó og á kaffihús í gær. Da Iðnskóla Posse bara mætt í heild sinni, ótrúlegt en satt :). Og The Incredibles reyndist vera snilldar mynd við annað áhorf!

mánudagur, desember 20, 2004

Jedinn snýr aftur...
Ég er nú reyndar enginn jedi en ég hef snúið aftur í bloggheiminn. Próf og leti hömluðu afköstum mínum svo að nú verð ég bara að vera extra dugleg!

Þetta er helst í fréttum...
Það hefur nú ekki margt á daga mína drifið síðan ég bloggaði síðast. En ég ætla að reyna að setja þetta skipulega fram ykkur til ánægju og yndisauka. Ef ég gleymi einhverjum stórviðburði með einhverjum þá verður bara að láta mig vita!
Prófin voru svona lala. Fékk samt 10 í hönnunarsögu og kennarinn sagði ritgerðina mína um Antoni Gaudí vera bestu Gaudí ritgerð sem hún hafi fengið í hendurnar. Er sem sagt vel sátt.
Jólafrí er yndislegt.
Jóla-David var slegið saman við jólamyndamaraþon í ár. Þar hittust frænkurnar úr báðum ættum (plús Gumminn), horfðu á jólamyndir, borðuðu pizzur og alltof mikið af nammi. Mæli með því við hvern sem er.
Pössun Sara frænka kom til að föndra með mér eins og í fyrra. Sýndi almenna snilldartakta eins og venjulega og sannaði enn og aftur að hún er meiri og betri föndrari en ég. Næsta stopp myndlistarskóli segi ég nú bara! Föndruðum jóla-kort og -gjafir og borðuðum smákökur með bestu lyst meðan Björgin lék Garfield fyrir framan sjónvarpið. Kötturinn Pjakkur Jósafat Gunnarsson var skírður við formlega athöfn og ýmislegt grín var í gangi. Takk fyrir mig!
Annað ísbíltúrar, afmæli, smákökubakstur, jólakortagerð o.s.frv.

T-t-t-tilvitnun...
Héðan í frá ætla ég alltaf að svara svona í símann:
"Hi, this is Buddy the elf! What's your favorite colour?!"