fimmtudagur, desember 30, 2004

Hunderte
Seinasta færsla var númer hundrað frá upphafi. Og ég var bara að fatta það núna. Eftirtektin alveg í hámarki hjá minni.

Julen
Stóðu algjörlega undir miklum væntingum. Reyndar voru þau með heldur óhefðbundnu sniði en breytingar eru af hinu góða ekki satt? Mín fékk margar fínar jólagjafir og þeirra fínust var mini Ipod frá Die Eltern. Það tæki er að gera stormandi lukku á heimilinu (og já, í stór-fjölskyldunni) og ég held ég sé bara ástfangin. Hér er mynd af beauty-inu:




Gamlar glæður
Ég ákvað að skoða bloggið mitt frá fyrstu færslu. Það var fræðandi lesning þar sem ég mundi ekki eftir helmingnum af því sem ég hef bloggað um. Kósí að eiga svona auka minni á netinu :). Og fyrir þá sem eiga blogg þá mæli ég með svona memory-lane gönguferð af og til.

Fagnaðarfundir
Núna fyrir jólin hitti ég Jóhönnu mína á kaffihúsi þar sem margt var skrafað og til að kóróna þá gleði þá fórum ég, Katrín, Jóhanna og Britta í bíó og á kaffihús í gær. Da Iðnskóla Posse bara mætt í heild sinni, ótrúlegt en satt :). Og The Incredibles reyndist vera snilldar mynd við annað áhorf!