Cha-cha-cha-changes...
Nú fá skólabækurnar ekki lengur að vera með í Ég er að lesa. Frekjan og yfirgangurinn í þeim er alveg nógur án þess að þær komist á alþjóðlegan vettvang.
Hlíðarhátíðin svíkur engan...
Á laugardaginn var gífurlegt húllumhæ í landinu sem fjölskyldan á sumarbústað í. Þar hittust allir parteigendur og grilluðu saman. Allt voða skemmtilegt og kósí þrátt fyrir eitt slitið flugdrekaband. Eftir matinn fóru fjórar fræknar frænkur í okkar land og báluðum dáldið í nýja eldstæðinu. Marshmallows komnir yfir Atlantshafið léku stórt hlutverk þetta kvöld. Á sunnudeginum hélt svo Björg amma upp á áttræðisafmælið sitt. Þar var besti matur sumarsins á boðstólum og ég óskaði svo heitt og innilega að ég væri með stærri maga. Eftir matinn brunuðum við frænkurnar svo í bæinn og skemmtum okkur vel þrátt fyrir of-át og of-þreytu.
We rule the school...
Nú er Iðnskólinn byrjaður enn og aftur. Reyndar verður námið þar mjög ljúft þessa önnina. Ég er eingöngu að hnýta lausa enda og búa í haginn fyrir útskrift næsta vor. Til dæmis er enginn skóli á morgun og mun ég því sofa út í kósíheitum par exelance meðan aðrir heimilismenn troða sér í leppana og velta hálfsofandi út um dyrnar. Það hlakkar alveg hreint í mér! Reyndar verður sagan önnur í næstu viku. Þá er bara skóli (-ar) 8 til 4 á hverjum degi. Það er leitt.
I think I'm turning Japanese...
Á fimmtudaginn fór ég í óvissuferð í Blómaval (nei, nei það er ekkert skrýtið). Þar rákumst við Bryndís á Bonzai-tré í hrönnum og urðum að sjálfsögðu að eignast eitt stykki hvor. Maður getur ekki stúderað tungumál án þess að kynna sér sögu og hefðir þjóðarinnar sem það talar, er það nokkuð? Nú er sem sagt næst á dagskrá að kynna sér allt um Bonzai-tré og umhirðu þeirra. Ef einhver lumar á góðri vefsíðu eða bók sem hann vill mæla með er það velkomið í meira lagi.
Í boði Terry Pratchett...
'And when were you in Ephebe?' asked Caleb the Ripper.
'Went bounty hunting there once,' said Cohen the Barbarian
'Who for?'
'You, I think.'
'Hah! Did you find me?'
'Dunno. Nod your head and see if it falls off.'
Ef þér finnst gaman að hlæja, nældu þér þá í Terry Pratchett bók. Helst stykki þar sem Granny Weatherwax og Nanny Ogg koma við sögu.
mánudagur, ágúst 29, 2005
sunnudagur, ágúst 21, 2005
Diversions galore...
Það var ekki seinna vænna að koma sér upp mjög svo vanabindandi leik. Þá verður hann kannski orðinn off þegar jólaprófin byrja. Kannski.
mánudagur, ágúst 15, 2005
I want to ride my bicycle, I want to ride my bike...
Ég er nýbúin að kaupa mér yndislegt hjól. Það er ekki rautt og það eru ekki fótbremsur á því en það er svo þægilegt að hjóla á því að ég fyrirgef jafnvel vöntun á slíkum grundvallarefnum. Hér má sjá dýrið:
Því miður var ekki til mynd af kventýpunni en eini munurinn á henni er sú að efri stöngin snertir þá neðri eiginlega. Ég þarf varla að lyfta fætinum til að komast á hjólið :). Og já, svo vantar líka körfuna sem ég keypti mér á myndina. Hún er svona "the Danish touch" og virkar svona líka vel.
D.E.B.S.
Er garanterað á topp tíu listanum yfir fyndnustu myndir sem nokkurn tíman hafa verið gerðar. Það má eiginlega lýsa henni sem svona Charlie's angels spoof-i sem að hefur heppnast virkilega vel. Ég elska myndir sem eiga að vera dáldið vitlausar. Ég ætla ekki að segja neitt meira þar sem ég ætlast til þess að lesendur skelli sér á að leigja hana hið fyrsta. Já, og ekki drekka gos meðan horft er á hana. Það fer bara aftur út um nefið í hláturgusunum ;).
Les quotes...eða eitthvað
Dominique: (Með sterkum frönskum hreimi)You need to put it here. Don't be an idiot for once.
Janet: You need to speak French or English. Frenglish is not a language.
miðvikudagur, ágúst 10, 2005
It's never too late...
Seint skrifa sumir en skrifa þó! Ég hef reyndar þá afsökun fyrir litlum skrifum að ég barasta hef ekki komist almennilega á netið í háa herrans tíð. Nú er ég sem sagt komin heim af heilsustofnuninni (nei, þetta hættir ekkert að vera fyndið!) og uni mér vel hérna heima. Það er munur að vera staðsett þannig að ég get tekið þátt í því sem vinirnir gera. Var komin með fráhvarfseinkenni á háu stigi af vinaskorti og ó-vídjóglápi. En þetta stendur allt til bóta!
Það er helst að frétta af seinustu vikunum mínum í sveitinni, að ég lét gamlan draum úr hitabylgjunni rætast og stökk af bryggjunni út í Hafravatn. Fullklædd. Og síðan gekk ég upp á Helgafell með góðum hópi fólks. Ekki slæmt fyrir stelpu sem byrjaði í göngu 1!
Á toppnum!
A very merry unbirthday, to me!
Ég hélt upp á afmælið mitt á óafmælisdeginum mínum þann 6.ágúst síðastliðinn. Það var gaman. Það var MJÖG gaman. Frá sjónarhóli vinkvenna minna varð ég fimm ára þennan dag þar sem í pökkunum leyndust m.a. bangsi sem er líka koddi (og ég man aldrei hvað hann heitir Dagbjört, Centrino?), pezkall sem er líka belja og lyklakippa og sápukúlur. Og grænt fiðrildi líka. Það segir kannski mest um mig að ég var hæstánægð með þessar gjafir og aðrar. Þetta afmæli mitt var sögulegt af þeirri einföldu ástæðu að þarna voru allar MR-gellurnar saman komnar í fyrsta sinn síðan fyrir útskriftina úr MR. Algjört met! Sólveig fékk líka að vera papparazzi á fjórum eða fimm myndavélum. Hún stóð sig eins og hetja :)! Það komu allir sem boðið var nema Katrín sem var fjarri góðu gamni. Nú verður hún að fara að velja: mig eða bílinn, borgin er ekki nógu stór fyrir okkur bæði ;)!
Comics between us...
Núna nýverið festi ég kaup á dásamlegri bók. Sú heitir "The life & times of Scrooge McDuck" og er eftir meistara Don Rosa. Þegar ég frétti að hún væri komin í Nexus þá beinlínis rauk ég af stað og nældi í eintak. Og ég sé hreint ekkert eftir því. Nú vantar bara bók með nýrri sögum eins og andþyngdargeislanum, öllum fjársjóðsleitunum og svarta riddaranum. Ég elska svarta riddarann. Glorp!
Pitseleh...
Jóakim: Goggi, ef við drukknum þá drep ég þig!