miðvikudagur, ágúst 10, 2005

It's never too late...
Seint skrifa sumir en skrifa þó! Ég hef reyndar þá afsökun fyrir litlum skrifum að ég barasta hef ekki komist almennilega á netið í háa herrans tíð. Nú er ég sem sagt komin heim af heilsustofnuninni (nei, þetta hættir ekkert að vera fyndið!) og uni mér vel hérna heima. Það er munur að vera staðsett þannig að ég get tekið þátt í því sem vinirnir gera. Var komin með fráhvarfseinkenni á háu stigi af vinaskorti og ó-vídjóglápi. En þetta stendur allt til bóta!
Það er helst að frétta af seinustu vikunum mínum í sveitinni, að ég lét gamlan draum úr hitabylgjunni rætast og stökk af bryggjunni út í Hafravatn. Fullklædd. Og síðan gekk ég upp á Helgafell með góðum hópi fólks. Ekki slæmt fyrir stelpu sem byrjaði í göngu 1!


Á toppnum!


A very merry unbirthday, to me!
Ég hélt upp á afmælið mitt á óafmælisdeginum mínum þann 6.ágúst síðastliðinn. Það var gaman. Það var MJÖG gaman. Frá sjónarhóli vinkvenna minna varð ég fimm ára þennan dag þar sem í pökkunum leyndust m.a. bangsi sem er líka koddi (og ég man aldrei hvað hann heitir Dagbjört, Centrino?), pezkall sem er líka belja og lyklakippa og sápukúlur. Og grænt fiðrildi líka. Það segir kannski mest um mig að ég var hæstánægð með þessar gjafir og aðrar. Þetta afmæli mitt var sögulegt af þeirri einföldu ástæðu að þarna voru allar MR-gellurnar saman komnar í fyrsta sinn síðan fyrir útskriftina úr MR. Algjört met! Sólveig fékk líka að vera papparazzi á fjórum eða fimm myndavélum. Hún stóð sig eins og hetja :)! Það komu allir sem boðið var nema Katrín sem var fjarri góðu gamni. Nú verður hún að fara að velja: mig eða bílinn, borgin er ekki nógu stór fyrir okkur bæði ;)!

Comics between us...
Núna nýverið festi ég kaup á dásamlegri bók. Sú heitir "The life & times of Scrooge McDuck" og er eftir meistara Don Rosa. Þegar ég frétti að hún væri komin í Nexus þá beinlínis rauk ég af stað og nældi í eintak. Og ég sé hreint ekkert eftir því. Nú vantar bara bók með nýrri sögum eins og andþyngdargeislanum, öllum fjársjóðsleitunum og svarta riddaranum. Ég elska svarta riddarann. Glorp!

Pitseleh...
Jóakim: Goggi, ef við drukknum þá drep ég þig!