Christmas time has come...
þetta er algjörlega málið. Ég ætla að skrapa saman nægum peningum til að kaupa mér heildarpassa á þetta batterí. Man, hvað ég hlakka til!
fimmtudagur, september 22, 2005
þriðjudagur, september 20, 2005
I'm a klukk-coo...
Ég hélt ég væri vaxin upp úr eltingarleik en svo virðist ekki vera. Ég var sem sagt klukkuð af Eyrúnu og semi-klukkuð af Dagbjörtu.
Málið snýst sem sagt um þetta:
"Klukk er internetfár sem tröllríður bloggheimum þessa klukkutímana og felur í sér að viðkomandi fórnarlamb klukks á að skrifa fimm handahófskennd persónuleg atriði (sem hinn sótsvarti almúgi vissi ekki fyrir væntanlega) og klukka svo nokkur stykki bloggara til viðbótar."
Og þá er bara að vinda sér í málið:
1. Ég skammta sjálfri mér lesefni. Það er ekkert grín að í heiminum eru til alltof margar bækur. Ef ég læsi allt sem mig langar til, þegar mig langar til að lesa það þá færu aðrir hlutar lífs míns fyrir lítið. Ein bók í einu er málið í dag...
2. Alveg frá því ég man fyrst eftir mér hef ég ekki getað sofnað nema ég annað hvort búi til sögur eða syngi inni í mér. Reyndar hefur söngurinn minnkað með árunum en sögunum hefur fjölgað að sama skapi. Það tekur sem sagt allt upp undir hálftíma fyrir mig að sofna nema ég sé alveg hrikalega þreytt.
3. Allar bækur eru heilagar. Ef einhver fer illa með bók þá er hann fífl. Ef einhver fer illa með mínar bækur skal hann geta hlaupið, og það hratt.
4. Ég man allt það sem mig dreymir. Og mig dreymir á hverri nóttu. Eftirminnilegir draumar eru m.a. Star Trek-draumurinn, Grænmeti sem steppar-draumurinn og martröðin sem ég fékk þegar ég var þriggja ára. Og já, mig dreymir a.m.k. einu sinni í mánuði að einhver sem mér þykir vænt um deyji. Það er ekki gott að vakna grátandi.
5. Mér finnst fólk sem tekur sig og alla aðra alvarlega alveg hryllilega leiðinlegt. Hversu óspennandi væri veröld þar sem allir væru eðlilegir, ég bara spyr?
-end-
Það er erfitt að klukka fólk þar sem ég er ekki alveg viss um hver les þetta blessaða blogg. But here goes:
Björg (& Begga), María, Jóhanna Himinbjörg, allar stelpurnar í "ekki neitt"-hópnum sem blogga bara á MR-friends, Una Sighvats, Atli Viðar og Sævar (bara til að tjékka hvort tjéður lesi bloggið eftir margendurtekna sönnun á gullfiskaminni). Sem sagt allir á linkalistanum mínum sem ekki hafa verið klukkaðir (svo ég viti til) og sem einhver von er á að muni gegna tjéðu klukki. Svo kemur þetta bara allt í ljós...
Af því að ég er nörd...
????????????????????????????????????????????????????
(Af hverju sé ég þetta sem japanska stafi í blogger.com en bara sem spurningarmerki hér? Veit einhver það?)
sunnudagur, september 11, 2005
The Weekenders...
Ég gerðist bara ágætlega framtakssöm um þessa helgi. Tók til dæmis vel til í herberginu mínu, umsnéri þar öllu og náði í yndislega bekkinn sem Harald afi og Björg amma gáfu mér. Nýja rúmið og eldgamli bekkurinn eru sem sagt í óformlegum slag um það hvort fær að vera uppáhalds húsgagnið mitt þessa stundina. Já, ég fékk mér sem sagt nýtt rúm í seinustu viku. Það er æðislegasta rúm í heimi (...obviously!) og ég held ég hafi aldrei sofið betur en einmitt núna. Reyndar tekur það heldur meira pláss en gamla rúmið (ástæðan fyrir ofangreindum umsnúningi) en það er vel þess virði.
Skemmtiveisla...
Á föstudaginn (þegar ég á næstum því frí allan daginn) fór stór og skemmtilegur hópur fólks (og einn ódauðlegur nammipoki) á Charlie and the Chocolate factory. Sú mynd olli mér engum vonbrigðum enda getur þessi samsetning ekki klikkað: Saga eftir Roald Dahl, Tim Burton, Johnny Depp, Freddie Highmore og Danny Elfman. Það er bara ekki fræðilegur möguleiki að fólk fíli ekki þennan gullmola. Þetta var þó einungis byrjunin á mjög svo skemmtilegri helgi. Þar sem spil í hrönnum, óskilgetin (og nær óæt) börn vaffla og pönnukaka bökuð klukkan 01:00 og "verumandstyggilegarviðSnorra-kvöld" komu við sögu.
Fnus!
Ég er komin með fráhvarf frá þessu fólki: Félögum í David sem búa uppí sveit ;), Katrínu, Halla bró, Ninu og Marthe og Gumma og Söru, Halla bró, Sjöfn og Helgu Þóru, Támínu, Félögum í klúbbnum sem heitir ekki neitt sem ég hef ekki hitt í óratíma, Halla bró, fólki í útlöndum sem ég hef enga von um að hitta fyrr en um jólin eða seinna og [þitt nafn hér]. En geri ég eitthvað í málunum? Nei, ég þykist of upptekin og þykist vita að aðrir séu of uppteknir.
mánudagur, september 05, 2005
Hvurslags eiginlega...
Helgin var fremur viðburðalaus utan saumaklúbbs á laugardagskvöldið. Þar voru einungis fimm píur af tólf mættar en ég held samt að umræðurnar hafi aldrei verið jafnkrassandi og einmitt núna. Auk þess sem að skemmtiatriði í boði nágranna Óskar og gormadýnunnar þeirra vakti mikla kátínu. Það er samt vonandi að fleiri geti mætt í næsta mánuði.
edit: Já, ef þið viljið lesa næstum því sömu færslu á öðru bloggi kíkið þá til Dagbjartar ;).
Enn af japönsku...
Fyrsti dagurinn gekk svona líka glimrandi vel. Reyndar brá mér dálítið þegar að kennarinn gekk inn og byrjaði bara að tala á fullu á japönsku. En smátt og smátt rann það upp fyrir mér hvert hún ætlaði og síðan gekk þetta allt saman. Á japönsku heiti ég: KU RI SU TÍ N. Það er alveg óendanlega skemmtilegt að vita eitthvað meira á japönsku en bara já og góðan dag :).