The Weekenders...
Ég gerðist bara ágætlega framtakssöm um þessa helgi. Tók til dæmis vel til í herberginu mínu, umsnéri þar öllu og náði í yndislega bekkinn sem Harald afi og Björg amma gáfu mér. Nýja rúmið og eldgamli bekkurinn eru sem sagt í óformlegum slag um það hvort fær að vera uppáhalds húsgagnið mitt þessa stundina. Já, ég fékk mér sem sagt nýtt rúm í seinustu viku. Það er æðislegasta rúm í heimi (...obviously!) og ég held ég hafi aldrei sofið betur en einmitt núna. Reyndar tekur það heldur meira pláss en gamla rúmið (ástæðan fyrir ofangreindum umsnúningi) en það er vel þess virði.
Skemmtiveisla...
Á föstudaginn (þegar ég á næstum því frí allan daginn) fór stór og skemmtilegur hópur fólks (og einn ódauðlegur nammipoki) á Charlie and the Chocolate factory. Sú mynd olli mér engum vonbrigðum enda getur þessi samsetning ekki klikkað: Saga eftir Roald Dahl, Tim Burton, Johnny Depp, Freddie Highmore og Danny Elfman. Það er bara ekki fræðilegur möguleiki að fólk fíli ekki þennan gullmola. Þetta var þó einungis byrjunin á mjög svo skemmtilegri helgi. Þar sem spil í hrönnum, óskilgetin (og nær óæt) börn vaffla og pönnukaka bökuð klukkan 01:00 og "verumandstyggilegarviðSnorra-kvöld" komu við sögu.
Fnus!
Ég er komin með fráhvarf frá þessu fólki: Félögum í David sem búa uppí sveit ;), Katrínu, Halla bró, Ninu og Marthe og Gumma og Söru, Halla bró, Sjöfn og Helgu Þóru, Támínu, Félögum í klúbbnum sem heitir ekki neitt sem ég hef ekki hitt í óratíma, Halla bró, fólki í útlöndum sem ég hef enga von um að hitta fyrr en um jólin eða seinna og [þitt nafn hér]. En geri ég eitthvað í málunum? Nei, ég þykist of upptekin og þykist vita að aðrir séu of uppteknir.
|