laugardagur, desember 17, 2005

Ertu geim?
Nú tröllríður þessi spurningalisti flestum bloggsíðum sem ég hef farið á. Ég hef fengið svör um mig hjá Dagbjörtu, Eyrúnu og Atla Viðari. Á síðu þess síðastnefnda er sagt að maður verði að setja listann upp á sinni eigin síðu og ekki get ég skorast undan því.

Kommentaðu í kommentakerfið og:
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð/matur minnir mig á þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér eða þá eftirminnilegustu
5. Ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt fyrir mér lengi um þig
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt

Hvernig er það...
Á ekkert að taka eftir breytingunum á blogginu? Mig langar alveg að vita hvernig þér finnst beinin mín koma út ;)!