Enn og aftur...
Enn einn bloggleikurinn. Að þessu sinni var enginn sem sagði mér að gera hann, ég bara rakst á hann á einhverri síðu og langaði að taka þátt. Og já, mér leiddist og mig langaði ekki að lesa amerískar bókmenntir.
Fjórum sinnum taflan
Fjórar plötur sem ég get hlustað á aftur og aftur:
Antony & the Johnsons - I am a bird now
Damien Rice - O
Death cab for cutie - allar
Elliott Smith - allar, en samt sérstaklega XO
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Good Omens - Terry pratchett og Neil Gaiman
Narníusafnið - C.S. Lewis (lesið óteljandi oft)
Óradís - Ruth park (í algjöru uppáhaldi, lesin oftar en Narníusafnið)
Hroki og hleypidómar - Jane Austen ('95 sá ég þættina. Strax á eftir þeim las ég bókina og svo alltaf af og til)
Fjórir sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi:
House M.D.
Bráðavaktin
Gilmore Girls
Little Britain
Fjórar manneskjur sem ég myndi vilja hitta:
David Hasselhoff - í fylgd með frænkunum og systurinni
George W. Bush - en yrði samt örugglega fangelsuð fyrir það sem ég myndi segja
Gilsenegger - en bara til þess að spyrja hann að þessu: Peter? Nah,was machst du hier im Island?!
Captain Jack Sparrow - ekki til í alvörunni en bíttar það nokkru máli?
Fjórar bíómyndir sem ég hef horft á oft:
Bring it on og Charlie's angels - þær eru teymi í mínum huga. Veit ekki af hverju.
Spirited Away - get alltaf horft á hana. Hún er snilld.
The Royal Tenenbaums - sama með hana. Get horft á hana hvar sem er og hvenær sem er.
Mulan - besta old-school Disney myndin
Fjögur störf sem ég hef unnið:
Afgreiðslustúlka í bakaríi
Hjúkrunarritari
Móttökuritari og tæknimaður
Þýðandi
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Bólstaðarhlíð 62
Bólstaðarhlíð 62
Bólstaðarhlíð 62
Bólstaðarhlíð 62
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt:
Danmörk
USA
Krít og Aþena
Edinborg
Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
Á Waikiki ströndinni á Hawaii
Í Hlíð
Á Brimbretti í Kaliforníu
Í Noregi eða Danmörku
Fjórar heimasíður sem ég skoða daglega:
Mín eigin
Wulffmorgenthaler.com
Bíóbrot
mapquest.com - til þess að undirbúa road trip
Fjórir hlutir sem ég hlakka til:
Að fara í Road-trip
Að vera búin í Road-trip (flókið)
Að keppa í fyrsta mótinu mínu etir hálftíma
Að borða bollur á morgun
laugardagur, febrúar 25, 2006
miðvikudagur, febrúar 08, 2006
Jájájá...
Ekki komnar þrjár vikur og ég bara búin að blogga aftur. Voða, voða dugleg.
Deluxe David...
Það var David fundur í seinustu viku. Þetta var eiginlega Jóla-David en var þó ekki með neinu jóla-ívafi. Ég veit ekki betur en óvænti glaðningurinn sem ég keypti á ebay fyrir skid og ingenting hafi bjargað mánuðinum ef ekki árinu fyrir hópinn. Ég var alla veganna ekki svikin. Það toppar enginn Hoffarann ;)! Nú er bara að redda fundi sem fyrst aftur stelpur. Hvernig væri að flytja lókalinn yfir á ykkar heimaslóðir næst? Það er alltaf gott að prufa eitthvað nýtt.
Lagið...
Er að þessu sinni Let go með Frou Frou. Það fær 7,5 af 10 mögulegum í einkunn á gæsahúðarstuðlinum og telst það bara nokkuð gott. Ekkert textabrot gefur rétta hugmynd um lagið svo ég læt það ekki fylgja með. Ef þú hefur ekki séð myndina Garden State (snilld á snilld ofan) ættirðu að gera það hið fyrsta. Ef þú hefur séð myndina en tókst ekki mikið eftir tónlistinni í henni, ættirðu annað hvort að sjá myndina aftur eða hreinlega verða þér út um soundtrack-ið úr henni. Hildigunnur á það ef þú ert í vandræðum ;) !
Bókin...
Er Zeit zu leben und Zeit zu sterben eftir Erich Maria Remarque (reyndar á ensku þar sem ég er ekki nógu sleip í þýskunni til að lesa heilu skáldsögurnar án mikillar heilaleikfimi). Frábær bók enda ekki við öðru að búast úr bókasafni afa. Eintakið sem ég á hefur verið lesið svo oft að það er að detta í sundur (kápan datt af henni í dag og ég fékk sáran sting í bókataugarnar). Ég veit ekki hvaðan titillinn er fenginn en hann minnir mig óneitanlega mikið á lagið Turn, turn, turn með The Byrds sem hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Textinn í því er sóttur í Biblíuna eins og texti Trúbrots í laginu Kærleikur (annað uppáhald) svo það virðist vera formúla sem varla bregst. Alla veganna hefur það virkað vel á mig, en ég er nú svo mikil bibliophile í mér ;) (varúð: nördahúmor!).
fimmtudagur, febrúar 02, 2006
Úff!
Ég trúi því ekki hvað ég hef verið löt að blogga. Eina afsökunin mín er hreinn og klár bloggleiði. Nennti bara ekki að setjast niður og skrifa. Nennti heldur ekki að setjast niður og skoða síður annarra. Það er mér, netfíklinum, ekki eðlilegt.
Jólin...
Voru svona líka glimrandi fín. Gaf margt gott, fékk margt gott og allt var eftir kúnstarinnar reglum. Heimkoma stóra bróður var algjörlega toppurinn á hátíðinni í þetta sinn. Og vegna einstaklega skemmtilegra einkunna úr jólaprófum gat árið eiginlega ekki endað betur.
Og já, ég söng á kórtónleikum um jólin líka.
Ammli...
Björg systir, Anna Lísa og Eyrún áttu allar afmæli. Til hamingju!
Japan Festival...
Nemar við japönsku skor Háskóla Íslands héldu heilmikið húllum hæ 21. janúar. Allur undirbúningurinn reyndist vera þess virði þar sem að um 500 manns létu sjá sig. Ég veit ekki hvort ég mun nokkurn tíman bera þess bætur að hafa brotið saman origami í fjóra klukkutíma samfleytt. Ef að Óskin mín hefði ekki verið að hjálpa mér veit ég ekki alveg hvernig þetta hefði endað. Hún fékk einmitt vinkonuverðlaun janúarmánaðar fyrir vikið.
Leikhús...
Amma bauð stórfjölskyldunni að sjá Túskildingsóperuna í uppfærslu Þjóleikhússins. Fínasta sýning og mér fannst mjög skemmtilegt hvernig hún var færð í nútímalegri búning. Hin uppfærslan sem ég hef séð, með nemendaleikhúsinu fyrir nokkrum árum, var í upphaflegum búningi og báðar sýningarnar standast vel samanburðinn. Það ískraði í öxlunum á mér í einu atriðinu: Fólk á ekki að geta sippað með handleggjunum á sér!
Road trip...
Við Bryndís og Eyrún erum á leið til Bandaríkjanna í apríl og ætlum að keyra um eins og vitleysingar í þrjár vikur. Fljúgum til Boston, keyrum þvert yfir Bandaríkin og aftur til Boston í gegnum Texas. Inga, Bjarney, pabbi hennar Bryndísar og Debbie verða heimsótt, óteljandi flöskur af vatni verða kláraðar, óteljandi mílur verða keyrðar(og þ.a.l. óteljandi plús óteljandi kílómetrar einnig) og óteljandi myndir verða teknar. Eitt er víst og það er að við munum þurfa frí eftir þetta frí.
Platan...
Er Death before Disco með Jeff who?. Þeir komu mér virkilega á óvart þar sem mér hefur aldrei líkað vel við einn liðsmanninn í bandinu. Ég er að reyna að hætta að láta persónulega skoðun mína á leikurum eða meðlimum hljómsveita eyðileggja hlutina fyrir mér. Og er bara vel ágengt sjá næsta...
Myndin...
Ég fór að sjá Pride & Prejudice í bíó um daginn. Ég er einlægur aðdáandi BBC þáttaraðarinnar sem sýnd var 1995 og var því ansi hrædd um að mér þætti myndin ekki nógu góð. Sérstaklega þar sem Keira Knightly fer með hlutverk Elizabeth Bennet og Mr. Darcy fer ekki með hlutverk Mr. Darcy. Vegna þessa ákvað ég að ég yrði bara að láta mér finnast myndin fín sama hvernig hún yrði. Sagan sjálf stendur jú alltaf fyrir sínu. Og viti menn, með því að láta góðvinkonu mína ekki fara í taugarnar á mér skemmti ég mér bara stórvel. Það vantaði bara að Ósk væri með á sýningunni, verandi jafnmikill aðdáandi sögunnar og ég er.
Allt komið?