þriðjudagur, mars 28, 2006

Pffff...
Ég er hundveik. Ég var að stíga upp úr kvefpest þegar að flensan stakk mig í bakið í dimmu húsasundi. Hvers á ég að gjalda? En maður verður nú samt að líta á björtu hliðarnar á þessu sem öllu öðru. Núna hef ég tvær vikur til að jafna mig áður en Ameríkuferðin mikla hefst. Og ég tek sko ekki í mál að vera veik úti. Það er bara ekki séns í helvíti.

Dream a little dream of me...
Nú segi ég draumfarir mínar ekki sléttar. Þrátt fyrir að mig dreymi venjulega mjög óvenjulega drauma þá finnst mér þetta nú einum of. Draumurinn sem mig dreymdi í fyrrinótt nær næstum því að toppa Star Trek drauminn fræga. Þannig er mál með vexti að ég var skyndilega stödd í útlöndum. Einhverra hluta vegna var ég viðstödd blaðamannafund hjá norsku konungsfjölskyldunni þar sem Georgiana, litla systir Mette Marit (sem á held ég enga systur) var að koma út úr skápnum. Ókei, fínt bara. Hún var búin að vera að slá sér upp með Viktoríu Svíaprinsessu og mamma hennar var ekki sátt. Þegar fundurinn var búinn ákvað ég að labba heim. Allt í einu var ég komin á leikvöllinn hjá Breiðagerðisskóla og þar var fjöldinn allur af þrífættum kanínum með sólgleraugu hoppandi og skoppandi. Leggur einhver í að túlka hvað þessi steypa þýðir?

Yearly hightide?
Árshátíð Aisukuriimu, félags japönskunema, var haldin um daginn. Það var mega skemmtilegt. Ég dansaði næstum því af mér lappirnar og söng næstum því úr mér raddböndin. Nú þarf ég bara að fá að sjá vidjóið sem var tekið og hlæja mig máttlausa. Vondudansakeppnin blívur.

mánudagur, mars 06, 2006

Nú erum við í góðum málum lalalalala...
Innanfélagsmótið í bogfimi um seinustu helgi gekk vonum framar. Ég lenti í
þriðja sæti í mínum riðli og fékk verðlaunapening. Ég hef aldrei unnið til
slíks áður og er því mjög svo stolt af þessu afreki mínu. Eftir mótið fór ég
svo í partý með japönskunemum sem var snilldin ein að venju. Skrýtið fólk er svo
miklu skemmtilegra en fólk sem þykist alltaf vera eðlilegt. Í partýinu
fengum við kari raisu (curry rice) og eitthvað hlaup í boði sensei. Hún er
sjálf ekki hrifin af sætindum en þetta hlaup var svo sætt að það ískraði í
tönnunum á mér.

Falleg tengi?
Hélt líka saumaklúbb þar sem var loksins fundið nafn á klúbbinn. Fallegt engi varð fyrir valinu eftir miklar vangaveltur og flókna úrfellingarkeppni. Það er að
sjálfsögðu einkahúmor í hæsta veldi.

LaLAlaLAlalala...
Ég ætlaði að fara á tónleika með Diktu, Jeff who? og Days of our lives(sem ég þekki ekkert per se) en vegna leiðinda vanlíðan fór ég ekki. Sé mikið eftir því að hafa látið það eftir mér að aumingjast en maður fær víst ekki allt í lífinu.

Óskar frændi...
Árlegt óskarsverðlaunasleepoverparty Bryndísar var í nótt. Það var erfitt. Nú er ég
komin á þá skoðun að þó að sleepover og Óskarinn séu skemmtileg,þá eru þau ekki þess virði að sofa ekkert í heila nótt og þurfa svo að mæta í skólann. Núna er ég að halda mér vakandi og fer svo bara snemma í háttinn í kvöld. Það verður ágætis tilbreyting að sofa í 10 klukkutíma svona einu sinni.

Kjánaprik...
Mér tókst að eyða færslunni sem var á undan fjórum sinnum dæminu. Ég veit ekki ennþá hvernig. Og ég man ekki einu sinni hvað var í henni svo það breytir kannski engu...