þriðjudagur, mars 28, 2006

Pffff...
Ég er hundveik. Ég var að stíga upp úr kvefpest þegar að flensan stakk mig í bakið í dimmu húsasundi. Hvers á ég að gjalda? En maður verður nú samt að líta á björtu hliðarnar á þessu sem öllu öðru. Núna hef ég tvær vikur til að jafna mig áður en Ameríkuferðin mikla hefst. Og ég tek sko ekki í mál að vera veik úti. Það er bara ekki séns í helvíti.

Dream a little dream of me...
Nú segi ég draumfarir mínar ekki sléttar. Þrátt fyrir að mig dreymi venjulega mjög óvenjulega drauma þá finnst mér þetta nú einum of. Draumurinn sem mig dreymdi í fyrrinótt nær næstum því að toppa Star Trek drauminn fræga. Þannig er mál með vexti að ég var skyndilega stödd í útlöndum. Einhverra hluta vegna var ég viðstödd blaðamannafund hjá norsku konungsfjölskyldunni þar sem Georgiana, litla systir Mette Marit (sem á held ég enga systur) var að koma út úr skápnum. Ókei, fínt bara. Hún var búin að vera að slá sér upp með Viktoríu Svíaprinsessu og mamma hennar var ekki sátt. Þegar fundurinn var búinn ákvað ég að labba heim. Allt í einu var ég komin á leikvöllinn hjá Breiðagerðisskóla og þar var fjöldinn allur af þrífættum kanínum með sólgleraugu hoppandi og skoppandi. Leggur einhver í að túlka hvað þessi steypa þýðir?

Yearly hightide?
Árshátíð Aisukuriimu, félags japönskunema, var haldin um daginn. Það var mega skemmtilegt. Ég dansaði næstum því af mér lappirnar og söng næstum því úr mér raddböndin. Nú þarf ég bara að fá að sjá vidjóið sem var tekið og hlæja mig máttlausa. Vondudansakeppnin blívur.