mánudagur, október 16, 2006

Októberfest...
Reyndist ekki jafnslæm og ég hafði gert ráð fyrir. Reyndist meira að segja bara mjög skemmtileg, svona eftir að búið var að hella yfir mig það miklum bjór að frekari yfirhellingar skiptu bara engu máli. Og síðan hitti ég fólk sem ég hef ekki séð í mörg ár. Það er alltaf jafnfurðulegt að hitta fólk sem maður hitti fimm daga vikunnar í 9 mánuði á ári í fjögur ár og hafa svo ekkert að segja við það. Og alltaf jafngaman að hitta fólkið sem maður hefur ekki hitt í mörg ár og finnast eins og maður hafi séð það seinast í gær. Spurning um að fara að hafa meira samband við það fólk.

Munich...
Ég veit að Munich er góð mynd. (Fyrir utan það hvað nafnið pirrar mig: München, gott fólk. München.) Ég veit að ég hefði gott af því að horfa á hana til enda. En ég fæ mig bara ekki til þess. Í bæði skiptin sem ég reyndi sofnaði ég næstum. Yfir bíómynd. ÉG. Mér finnst hún svo ógeðslega leiðinleg að ég fæ mig ekki til þess að eyða dýrmætum tíma mínum, sem ég hef reyndar ekki hikað við að eyða í sjónvarps-/myndagláp hingað til, í að horfa á þetta slys. Til hamingju Hollywood, ykkur tókst hið ómögulega, að láta mér leiðast yfir bíómynd!

Kristínin...



Jafnast þetta á við kynfæramyndirnar hennar Dagbjartar?

föstudagur, október 06, 2006

Ha og humm...
Ég er alveg dottin út úr þessu blogg dæmi. Hef það ekki í mér að fara inn á blogger og skrifa eitthvað bull. En þar sem ég er nú svo góð í að bulla ætla ég að reyna að halda áfram ;).

Time is an illusion...
Það er heldur mikið að gera hjá mér þessa dagana. Það snýst allt (og þá meina ég allt) um að mæta í skólann og læra heima. Geðveiki. Ég leyfi mér þó að fara á æfingu einu sinni í viku og lesa mér til skemmtunar. Enda yrði ég geðveik án þess. Akkúrat núna er ég að skríða upp úr einhverju ógeðis kvefi og hef því verið heldur agalaus seinustu viku. Það er ekkert hægt að reikna og skrifa ritgerðir og leysa verkefni ef maður er með höfuðið fullt af hori og harðsperrur af hóstakjöltri. Lítið geðslegt en alveg dagsatt. (Og stuðlar!) Þar af leiðandi hef ég verið mikið stödd í netheimum, sem ætti kannski að vera ávísun á meiri bloggvirkni en er það greinilega ekki. Fnus.

Airwaves...
Næst uppáhaldshátíðin mín byrjar eftir einungis 12 daga. Þetta verður maaaagnað held ég bara. Þetta langar mig að sjá:

Apparat, Benni Hemm Hemm, Dikta, Jeff Who?, Ske, Kaiser Chiefs, The Telepathetics, MATES OF STATE!, The Go! Team, Wolf Parade, TILLY AND THE WALL!, We are Scientists (ef þeir taka ekki Hoppípolla coverið verð ég fúl), The Whitest Boy Alive, Jenny Wilson, Hermigervill, Mugison og My Summer as a Salvation Soldier.

Og svo er bara að púsla! Ef þig langar að koma með mér og Björgu á einhverja þessara tónleika þá bara láttu vita ;).

Tilly and the Wall...
Er fráhábært band. Tjékk it!

Kristínin...


Þessi er hress!