Októberfest...
Reyndist ekki jafnslæm og ég hafði gert ráð fyrir. Reyndist meira að segja bara mjög skemmtileg, svona eftir að búið var að hella yfir mig það miklum bjór að frekari yfirhellingar skiptu bara engu máli. Og síðan hitti ég fólk sem ég hef ekki séð í mörg ár. Það er alltaf jafnfurðulegt að hitta fólk sem maður hitti fimm daga vikunnar í 9 mánuði á ári í fjögur ár og hafa svo ekkert að segja við það. Og alltaf jafngaman að hitta fólkið sem maður hefur ekki hitt í mörg ár og finnast eins og maður hafi séð það seinast í gær. Spurning um að fara að hafa meira samband við það fólk.
Munich...
Ég veit að Munich er góð mynd. (Fyrir utan það hvað nafnið pirrar mig: München, gott fólk. München.) Ég veit að ég hefði gott af því að horfa á hana til enda. En ég fæ mig bara ekki til þess. Í bæði skiptin sem ég reyndi sofnaði ég næstum. Yfir bíómynd. ÉG. Mér finnst hún svo ógeðslega leiðinleg að ég fæ mig ekki til þess að eyða dýrmætum tíma mínum, sem ég hef reyndar ekki hikað við að eyða í sjónvarps-/myndagláp hingað til, í að horfa á þetta slys. Til hamingju Hollywood, ykkur tókst hið ómögulega, að láta mér leiðast yfir bíómynd!
Kristínin...
mánudagur, október 16, 2006
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|