Helgin
...reyndist vera mesta schnilld. Þrátt fyrir að allur sunnudagurinn hafi farið í að lesa stjörnufræði (sem ég skil ekki enn N.B.) var helgin í heild frábær. Og í dag voru hinir ýmsu kennarar liðlegir í próffærslum. Hafi þeir þökk fyrir.
Hasselhoff
Já, þýskufyrirlesturinn minn heitir það. Og af hverju? Nú, af því að hann er um David Hasselhoff! Og við gerð þessa fyrirlesturs komst ég að því að það er endalaust til af hallærislegum myndum af Hasselhoff. Og að það eru rosalega margir sem eru með síður tileinkaðar honum. Fólk er ekki bara fífl, það er líka snarruglað!
mánudagur, mars 31, 2003
laugardagur, mars 29, 2003
Gettu betur revisited
Í gærkveldi unnum við MR-ingar gettu betur, ellefta árið í röð. Ég vil hér með þakka strákunum fyrir að tapa ekki á mínum menntaskóla árum. Takkítakktakk!
Afmæli
Í kvöld verður farið í tvítugsafmæli. Ég býst ekki við öðru en gífurlegu stuði því það verður mikið af skemmtilegu fólki á staðnum. Lifi djammið!
föstudagur, mars 28, 2003
Gettu betur!
Í kvöld munu MR-ingar etja kappi við MS-inga í æsispennandi keppni. MR-ingarnir geta nú ekki farið að tapa á síðasta árinu mínu, svo þeir munu taka þetta. Vonandi. Annars borgar sig ekkert að vera með einhvern hroka og bæði lið væru vel að sigrinum komin.
Að auki vona ég að teiknipenninn verði með come-back í úrslitunum. Hann lét sig vanta í seinustu tveimur keppnum og var mikið saknað.
mánudagur, mars 24, 2003
sunnudagur, mars 23, 2003
Útvarpsmessa
Kór Menntaskólans í Reykjavík söng í útvarpsmessu í morgun. Undirrituð átti að taka þátt í því uppátæki en lá þess í stað veik uppi í rúmi. Fregnir herma að þau hafi sungið vel þrátt fyrir fallinn liðsmann.
Faunumyndir
Ég kláraði í gær að skrifa inn á Faunu-myndir 6-U. Nokkrar "rithendur" prófaðar því óskað var eftir því að það ætti ekki allt að vera með sömu rithönd. Þar sem að deadline á að skila myndunum nálgast óðum ákvað undirrituð að klára þetta bara.
Niðurstaða: Allar myndirnar eru komnar með sín komment nema tvær sem fengu helgarleyfi.