mánudagur, mars 31, 2003

Helgin
...reyndist vera mesta schnilld. Þrátt fyrir að allur sunnudagurinn hafi farið í að lesa stjörnufræði (sem ég skil ekki enn N.B.) var helgin í heild frábær. Og í dag voru hinir ýmsu kennarar liðlegir í próffærslum. Hafi þeir þökk fyrir.

Hasselhoff
Já, þýskufyrirlesturinn minn heitir það. Og af hverju? Nú, af því að hann er um David Hasselhoff! Og við gerð þessa fyrirlesturs komst ég að því að það er endalaust til af hallærislegum myndum af Hasselhoff. Og að það eru rosalega margir sem eru með síður tileinkaðar honum. Fólk er ekki bara fífl, það er líka snarruglað!