sunnudagur, mars 23, 2003

Útvarpsmessa
Kór Menntaskólans í Reykjavík söng í útvarpsmessu í morgun. Undirrituð átti að taka þátt í því uppátæki en lá þess í stað veik uppi í rúmi. Fregnir herma að þau hafi sungið vel þrátt fyrir fallinn liðsmann.

Faunumyndir
Ég kláraði í gær að skrifa inn á Faunu-myndir 6-U. Nokkrar "rithendur" prófaðar því óskað var eftir því að það ætti ekki allt að vera með sömu rithönd. Þar sem að deadline á að skila myndunum nálgast óðum ákvað undirrituð að klára þetta bara.
Niðurstaða: Allar myndirnar eru komnar með sín komment nema tvær sem fengu helgarleyfi.