þriðjudagur, desember 02, 2003

Veikindi...
Hafa herjað á Bólstaðarhlíðargengið. Og þar varð ég verst úti eins og vanalega. *Grátur og gnístran tanna*. Óóææ aumingja ég o.s.frv. o.s.frv. En það er alla veganna góð ástæða fyrir lítilli hreyfingu á blogginu!

Jólaprófin...
Eru hafin í Iðnskólanum í Reykjavík. Ef að jólapróf skyldi kalla. Ég fer í þrjú próf; tækniteikningu, fríhendisteikningu og byggingarlistasögupróf. Og það þarf bara að læra fyrir byggingarlistasöguna. Og þar sem ég fór í tækniteikningarprófið í gær þá á ég núna eiginlega frí þangað til 8. des, en þá þarf ég að fara að lesa aftur. Og svo bara búið klukkan 12:00 þann 11. desember. Og þá hefst jólafrí sem stendur til 9. janúar. Húrra, húrra, húrra!

Sumarbústaður...
Um helgina hafði fjölskyldan það gott í sumarbústað í Efri-Reykjum sem vinnan hans pabba á. Þar var lesið, sofið, horft á DVD, hlustað á góða tónlist, farið í pottinn, kíkt í Hlíð og sofið. Og já, verkefni gerð fyrir skólann, en það fór nú kannski minnst fyrir því :S !

Kvóti dagsins
- Víst kveiktiru í typpinu á pabba! Eva systir segir það!
- Góði þegiðu og hugsaðu um þíns eigins typpi!