Gleðilegt sumar!
Vorið er komið og grundirnar gróa, gilin og lækirnir fossa af brún! Samkvæmt dagatalinu er vorið reyndar búið og sumarið sjálft mætt í góðum gír. Veðrið hefur verið svona venjulegt snemm-sumarveður, sól-rigning-vindur-logn-sól-rigning og svo framvegis allt á einum hálftíma :) ! Eins og einhver útlendingur sagði: Hvergi nema hér getur maður upplifað allar árstíðirnar á einum og sama deginum. Ísland, bezt í heimi!
Afmælisgjöfin góða
Bókaormurinn átti eins árs afmæli í mars síðastliðnum. Ég er nú ekki betri en það að ég tók bara ekkert eftir því og til þess að gera gott úr öllu saman ákvað ég að skrifa síðuna upp á nýtt, enn eina ferðina. Það má sem sagt líta á þessa breytingu sem síðbúna afmælisgjöf!
Bíó, bíó og aftur bíó
Í gærkvöldi horfði ég á myndina A mighty wind í góðra vina hópi. Algjör steypa af bestu gerð og ég hló eins og brjáluð korktafla ;) ! Þess má líka geta að þó ég horfi svona mikið á bíómyndir þá horfi ég voða lítið á sjónvarps-dagskrána. Ég horfi bara á sjónvarpið á mánudögum og stundum á föstu-dögum, svo það ætti að gefa mér plús í kladdann!
sunnudagur, apríl 25, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|