sunnudagur, maí 02, 2004

Tenglar
Ég bætti við tveimur tenglum núna áðan. Sá fyrri er á myndaalbúmið mitt (með örfáum myndum í) og sá seinni er á www.wulffmorgenthaler.com. Þá síðu eiga danskir myndasögusnillingar sem skrifa og teikna mjög svo súrar teiknimyndir.

Vorprófa mánuðurinn
Þó ég taki bara tvö próf þetta árið þá er nú samt nóg að gera. Verkefnaskil eru í nánd og nú sér kona eftir leti helgum í vetur. En ég er þó í ágætum málum og er vel sátt við mitt. Það verður samt þungu fargi af mér létt í vikulok þegar öll verkefnin eru komin í hús :).

Kill Bill vol.1
Í seinustu viku horfði ég í annað skiptið á Kill Bill. Þetta áhorf mitt var hugsað sem undirbúningur fyrir ferð á mynd númer tvö og þjónaði sínum tilgangi vel. Ég var búin að gleyma ýmsum atriðum sem að hafa núna espað enn meira upp í mér löngunina til að sjá vol. 2. Ef þú ert ekki búin að sjá hana þá skaltu gera það núna!

Bíósumar
Sumarið í sumar verður bíósumar. Það er alltof mikið af spennandi myndum á leiðinni sem ég hlakka til að sjá.

Megasumar í alla staði!