þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Próftöflur
Ég var að komast að því hvernig prófin mín verða þetta árið. Iðnskólinn er ljúfur sem fyrri daginn og þar klára ég 3. desember. En hvað gerir þá Háskólinn? Jú, mín próf eru 13. til 18. desember. Hvað er ég að gera í þeim skóla, ég bara spyr? Í alvöru, hvað var ég að pæla?

Verkefnaflóð
Þetta verður augljóslega skólafærsla út í gegn. Nú hrynja yfir mig verkefni í Iðnskólanum auk þess sem ég sit sveitt við að ná samnemendum mínum í enskunni. Breskar bókmenntir eru sko ekkert grín þó ég hafi haldið að sá kúrs yrði eins og að drekka vatn fyrir mig. Dramb er falli næst, gott fólk!

Saumó
Helmingurinn af saumaklúbbnum mínum skellti sé í sumarbústað um helgina. Það var mjög svo gaman þrátt fyrir að mín væri illa upplögð. Við spiluðum, hlógum og átum ALLTOF mikið af gölluðu gotteríi á verksmiðjuverði. Við stoppuðum á Selfossi á leiðinni og fengum okkur að borða á Pizza 67. Þar fékk ég mér pizzu með sveppum sem að brögðuðust skringilega. Enda kom í ljós að mér var óglatt allt heila kvöldið og nóttina. Mórall sögunnar er: ekki fá þér sveppi á pizzuna þína hjá Pizza 67 á Selfossi. Aldrei að vita nema þeir komi af næstu umferðareyju ;)!